Stjórnarhættir

Stjórnir

Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður

Heiðar kom inn í stjórn félagsins í apríl 2013 og hefur verið stjórnarformaður frá mars 2014. Að aðalstarfi er Heiðar framkvæmdastjóri eigin fjárfestingarfélags. Hann er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur frá árinu 1996 einkum starfað á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, lengst af í New York, London og Zürich. Hann hefur m.a. komið að stórum alþjóðlegum fjárfestingum í fjarskiptafélögum, s.s. næststærsta símafyrirtæki Finnlands og stærsta símafyrirtæki Búlgaríu. Heiðar situr einnig í stjórn Ursus ehf., Köldukvíslar hf., Innviða fjárfestinga slhf. og HS Veitna.

Anna Guðný Aradóttir 

Anna Guðný Aradóttir er forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs hjá Samskipum hf. Anna Guðný kom inn í stjórn Vodafone í ágúst 2012, fyrst sem varamaður og sem aðalmaður frá nóvember sama ár. Anna Guðný hefur lokið rekstrar- og viðskiptanámi frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Á meðal fyrri starfa hennar má m.a. nefna forstöðumaður hjá Landflutningum og hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Anna Guðný situr einnig í stjórn Stafa lífeyrissjóðs og Lyfja & heilsu hf.

Hildur Dungal

Hildur Dungal er varaformaður stjórnar Vodafone. Hildur kom inn í stjórn félagsins í nóvember 2012, í fyrstu sem varamaður og sem aðalmaður frá apríl 2013. Hún hefur lokið embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og er starfandi lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu. Áður starfaði Hildur m.a. sem forstjóri Útlendingastofnunar og sem deildarstjóri hjá embætti tollstjórans í Reykjavík. Hildur situr einnig í stjórn Nýherja hf.

Hjörleifur Pálsson

Hjörleifur Pálsson starfar sem óháður stjórnarmaður. Hann kom inn í stjórn Vodafone hf. í apríl 2013. Hjörleifur er viðskiptafræðingur að mennt, útskrifaður með Cand Oecon gráðu frá Háskóla Íslands, með löggildingu til endurskoðunarstarfa. Á meðal fyrri starfa Hjörleifs má nefna framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar hf. og endurskoðandi. Hjörleifur er stjórnarformaður og formaður háskólaráðs í Háskólanum í Reykjavík, auk þess sem hann situr í fjárfestingarráði Akurs fjárfestinga slhf., stjórn Brunns vaxtarsjóðs slhf. og Framtakssjóðs Íslands slhf. Hjörleifur er jafnframt í stjórn lyfjafyrirtækjanna Florealis ehf. og Lotus Pharmaceutical Co., Ltd í Taívan.

Yngvi Halldórsson 

Yngvi Halldórsson var kjörinn aðalmaður í stjórn Vodafone á aðalfundi 2017 en hafði áður verið varamaður. Yngvi, sem er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, starfar sem CIO and VP of Global Business Services hjá Össur hf. Frá 2008 hefur Yngvi gegnt ýmsum störfum hjá Össuri hf., m.a. verið framkvæmdastjóri uppýsingatækni og viðskiptaferla, deildarstjóri viðskiptaferla og deildarstjóri viðskiptahugbúnaðarsviðs. Árin 2006-2008 var Yngvi sjóðsstjóri erlendra hlutabréfasjóða hjá Landsvaka ehf. en þar áður stýrði hann innleiðingum og samþættingum á upplýsingakerfum Össur Americas. Á árunum 2000-2005 starfaði Yngvi sem ERP Ráðgjafi í Dynamics Nav hjá Maritech ehf.

Varamenn

 • Tanya Zharov
 • Baldur Már Helgason

Stefán Sigurðsson, forstjóri

Stefán Sigurðsson er forstjóri Vodafone. Stefán tók við stöðu forstjóra í maí 2014. Áður var hann framkvæmdastjóri VÍB, Eignastýringarsviðs Íslandsbanka, auk þess að eiga sæti í framkvæmdastjórn, viðskiptanefnd og fjárfestingarráði bankans og öðrum undirnefndum. Stefán er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, með meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla, og býr að mikilli reynslu af rekstri, stefnumótun og innleiðingu, uppbyggingu sölu og þjónustu, til einstaklinga, fyrirtækja og fjárfesta.

 

 

 

Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla

Björn Víglundsson er framkvæmdastjóri miðla. Björn hefur starfað hjá Vodafone frá árinu 2005. Í fyrstu sem framkvæmdastjóri markaðs- og vörumótunarsviðs,  í kjölfarið sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs og nú sem framkvæmdastjóri miðla. Áður hafði Björn starfað sem framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá P. Samúelssyni og hjá Tryggingamiðstöðinni.

 

 

 

 

Ragnheiður Hauksdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs 

Ragnheiður hefur starfað hjá Vodafone frá 2004. Fyrst sem forstöðumaður fyrirtækjalausna, síðan forstöðumaður þjónustuvers og nú síðast forstöðumaður notendakerfa á tæknisviði. Ragnheiður er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er gift Sævari Smára Þórðarsyni rekstrariðnfræðingi og eiga þau fjögur börn.

 

 

 

 

Þorvarður Sveinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækja og þróunar 

Þorvarður hefur starfað hjá Vodafone frá 2015 og leitt stærri þróunarverkefni félagsins sem yfirmaður stefnumótandi verkefna og er stjórnarformaður Vodafone Færeyja. Áður starfaði Þorvarður að þróunarmálum hjá Skiptum og Klakka og sem verkefnastjóri hjá Kögun auk þess að hafa setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. Þorvarður er menntaður fjarskiptaverkfræðingur frá Harvard University. Hann er giftur Margréti Helgu Ögmundsdóttur, rannsóknasérfræðingi hjá Háskóla Íslands og eiga þau þrjú börn.

 

 

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og reksturs

Hrönn Sveinsdóttir er framkvæmdastjóri fjármála- og reksturs. Hrönn hóf störf hjá Vodafone sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs árið 2005, en áður hafði hún gegnt sama starfi hjá P. Samúelssyni þar sem hún var einnig starfsmannastjóri.

 

 

 

 

Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tækni og innviða

Kjartan Briem er framkvæmdastjóri tækni og innviða. Kjartan hefur starfað hjá Vodafone frá stofnun félagsins í núverandi mynd. Frá 2009 hefur hann farið fyrir tæknisviði félagsins en fyrir það var hann forstöðumaður notenda- og símkerfa þess. Kjartan starfaði sem forstöðumaður og framkvæmdastjóri hjá Íslandssíma frá árinu 2000 og fyrir það um fjögurra ára skeið hjá Símanum.

 

 

 

Páll Ásgrímsson, lögfræðingur

Páll Ásgrímsson er aðallögfræðingur Vodafone en undir hann heyra einnig gæða- og öryggismál. Páll kom til starfa hjá Vodafone 2014 en áður var hann einn af eigendum lögfræðistofunnar Juris. Hann er reynslumikill lögmaður á sviði félagaréttar, auk þess að hafa sérhæft sig á sviði fjarskipta-, upplýsingatækni- og samkeppnisréttar. Um árabil starfaði Páll sem forstöðumaður og síðar framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans (síðar Skipta) auk þess að búa að reynslu frá EFTA og ESA í Brussel og Samkeppnisstofnun. Páll hefur auk þess setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja innan fjarskiptageirans, t.d. Símans hf., Mílu ehf., FARICE hf. og Skjásins ehf.

 

Endurskoðunarnefnd

Í endurskoðunarnefnd Fjarskipta hf. sitja þrír nefndarmenn sem eru allir skipaðir af stjórn félagsins til eins árs í senn. Hlutverk nefndarinnar er m.a. að tryggja gæði ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga félagsins og óhæði endurskoðenda þess. Endurskoðunarnefnd skal yfirfara stjórnarháttayfirlýsingu félagsins ár hvert. Endurskoðunarnefnd skal skila skýrslu um störf sín til stjórnar árlega.

Endurskoðunarnefnd Fjarskipta hf. skipa sem stendur:

 • Hjörleifur Pálsson, formaður nefndarinnar
 • Hildur Dungal
 • Yngvi Halldórsson

Allir nefndarmenn eru óháðir endurskoðendum Fjarskipta hf., daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum.

 

Starfskjaranefnd

Í starfskjaranefnd Fjarskipta hf. sitja þrír nefndarmenn sem eru allir skipaðir af stjórn félagsins til eins árs í senn. Hlutverk nefndarinnar er að gera tillögu um kjör stjórnarmanna fyrir aðalfund auk þess að marka stefnu um kjör forstjóra og framkvæmdastjóra. Starfskjaranefnd útbýr starfskjarastefnu Fjarskipta hf.

Starfskjaranefnd Fjarskipta hf. skipa sem stendur:

 • Anna Guðný Aradóttir, formaður nefndarinnar
 • Heiðar Guðjónsson
 • Tanya Zharov

Allir nefndarmenn eru óháðir félaginu en Heiðar Guðjónsson er ekki óháður stórum hluthöfum félagsins þar sem hann er eigandi og framkvæmdastjóri Ursus ehf. sem á 6,03% í Fjarskiptum hf.

 

Tækninefnd

Í tækninefnd Fjarskipta hf. sitja tveir nefndarmenn sem eru skipaðir af stjórn félagsins til eins árs í senn. Hlutverk nefndarinnar er að vera stjórn og forstjóra til ráðgjafar um stefnumarkandi áherslur í tæknimálum og um mikilvæg tæknileg málefni.

Tækninefnd Fjarskipta hf. skipa sem stendur:

 • Heiðar Guðjónsson, formaður nefndarinnar
 • Yngvi Halldórsson

Allir nefndarmenn eru óháðir félaginu en Heiðar Guðjónsson er ekki óháður stórum hluthöfum félagsins þar sem hann er eigandi og framkvæmdastjóri Ursus ehf. sem á hlut í Fjarskiptum hf. Sjá upplýsingar um hluthafa.

 

Tilnefningarnefnd

Fjarskipti hf. varð fyrst skráðra félaga á hlutabréfamarkaði á Íslandi til að koma á fót svokallaðri tilnefningarnefnd og starfsreglum fyrir hana haustið 2014. Skipan nefndarinnar er í samræmi við leiðbeiningar Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtaka atvinnulífsins, um stjórnarhætti fyrirtækja, frá árinu 2015 og leiðbeiningar OECD frá árinu 1999.

Í tilnefningarnefnd Fjarskipta hf. sitja þrír nefndarmenn og eru tveir þeirra kosnir á hluthafafundi félagsins og einn tilnefndur af stjórn félagsins. Hlutverk nefndarinnar er að tilnefna frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu fyrir aðalfund þess og við þá vinnu taka mið af heildarhagsmunum hluthafa. Markmiðið er að að stuðla að aukinni fagmennsku, gagnsæi og skilvirkni við myndun stjórnar Fjarskipta hf. hverju sinni.

Tilnefningarnefnd Fjarskipta hf. skipa sem stendur:

 • Ragnheiður Dagsdóttir, formaður nefndarinnar
 • Ásdís Jónsdóttir
 • Heiðar Guðjónsson

Allir nefndarmenn eru óháðir félaginu en Heiðar Guðjónsson er ekki óháður stórum hluthöfum félagsins þar sem hann er framkvæmdastjóri og eigandi Ursus ehf. sem á 6,60% í Fjarskiptum hf.

Hluthafar og aðrir sem óska eftir tilnefningu nefndarinnar til framboðs til stjórnar að aðalfundi félagsins, sem fram fer þann 16. mars 2017,  geta nú komið áhuga sínum og eftir atvikum framboði á framfæri við nefndina.  Netfang tilnefningarnefndar er: tilnefningarnefnd@vodafone.is

Skipurit

Hér má sjá skipurit Vodafone.

Samþykktir og stefnur

Hér má nálgast samþykktir og stefnur félagsins.

Hluthafar

Hér má finna upplýsingar um stærstu hluthafa Vodafone.