Góð samskipti á tímum Covid-19


Við hjá Vodafone og Stöð 2 leggjum ríka áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar. Heilsa og velferð starfsfólks okkar og viðskiptavina er okkur mjög hugleikin og höfum við því gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að uppfylla samkomubann líkt og önnur fyrirtæki. Við höfum ákveðið að loka verslunum okkar í Smáralind og Kringlu tímabundið. Við munum þó halda verslun okkar á Suðurlandsbraut og Glerártorgi áfram opnum en taka mið af þeim leiðbeiningum sem almannavarnir hafa sett okkur.

Við viljum hvetja viðskiptavini til þess að nýta sér netspjall Vodafone eða netspjall Stöðvar 2, tölvupóst eða SMS í síma 1414 í stað þess að heimsækja verslanir Vodafone. Við óskum þess sérstaklega að viðskiptavinir virði fjarlægðarmörk og það verklag sem við höfum ákveðið að temja okkur með það að leiðarljósi að gæta fyllsta öryggis allra.  Sjá opnunartíma verslana hér.

Við minnum á sjálfsafgreiðslu á Mínum síðum Vodafone og Stöð 2 ásamt gagnlegum upplýsingum á vodafone.is og stod2.is.

 

Vodafone og Stöð 2 leggja sitt af mörkum í samkomubanni


Vodafone býður viðskiptavinum sínum ótakmarkað gagnamagn á heimatengingum frá og með 1. mars til 30. apríl. Þetta þýðir að viðskiptavinir geta notað heimatenginguna áhyggjulaust.

Stöð 2 mun bjóða öllum landsmönnum opinn aðgang að Stöð 2 Krakkar, Stöð 2 Bíó og Stöð 3 frá og með 16. mars. Auk þess er nú hægt að kaupa 7 daga aðgang að Stöð 2 Maraþon, stærstu efnisveitu landsins með íslenskt sjónvarpsefni, á aðeins 990 kr. Tryggðu þér áskrift hér. 

 

Spurt og svarað

Ótakmarkað gagnamagn á heimatengingum frá og með 1. mars - 30. apríl 2020

Er ég með ótakmarkað gagnamagn í farsíma?
Aðgerðin á einungis við heimilistengingar. Það á við ljósleiðara, ljósnet eða ADSL tengingar.
Er ég með ótakmarkað gagnamagn á 4G netbeini?
Aðgerðin á einungis við heimilistengingar. Það á við ljósleiðara, ljósnet eða ADSL tengingar.
Hvað greiði ég ef ég er með ótakmarkað gagnamagn?
Greitt er fyrir mánaðargjald internettengingar eins og þú gerðir fyrir síðasta mánuð. Hinsvegar ef þú ferð fram yfir það gagnamagn sem þú ert með í þínum samningi verður ekki rukkað fyrir það á tímabilinu 1. mars – 30. apríl 2020.
Ég fékk skilaboð um að heimatenging hafi farið yfir gagnamagn í mars?
Ákvörðun um ótakmarkað gagnamagn frá 1. mars til og með 30. apríl var tekin um miðjum mars mánuði, þar af leiðandi hafa einhverjir viðskiptavinir mögulega fengið tilkynningu um að heimatenging þeirra hafi farið fram yfir gagnamagn. Hafðu engar áhyggjur og haltu áfram að njóta, umframnotkun fyrir mars mánuð mun ekki birtast á reikningi.
 

Nýtt og skemmtilegt dagskrárefni á Stöð 2 og Vísi

Stöð 2 leggur sitt af mörkum í samkomubanninu og býður upp á nýtt og skemmtilegt dagskrárefni næstu vikurnar.

Morgunsjónvarp á Stöð 2 hóf göngu sína mánudaginn 16. mars og stendur frá klukkan 6:50 til 9:00. Þar munu Heimir og Gulli taka á móti góðum gestum og taka púlsinn á þjóðmálunum í Bítinu. Við sendum út frá Stúdíói 1 á Suðurlandsbrautinni í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni. 

Allir landsmenn fá opinn aðgang að Stöð 2 Krakkar, Stöð 2 Bíó og Stöð 3. 

 

Stöð 2 Sport

Stöð 2 Sport hóf beinar útsendingar frá Íslandsmótinu í rafsporti þann 20. mars. 

Einnig hófu göngu sína fjölbreyttir og skemmtilegir íþróttaþættir sem bæði kitla nostalgíuna og fara yfir nýjar fréttir sem berast úr heimi íþrótta.

Vísir

Nýtt og áhugavert efni verður á Vísi, t.d. fræðsla og skemmtiefni auk þess sem Vísir miðlar öllum helstu fréttum til landsmanna. Nýr þáttur með líkamsræktarþjáfarnum Gurrý hófst mánudaginn 16. mars en hún mun kenna okkur allt um líkamsrækt og hugrækt.

Fréttir

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður svo að sjálfsögðu með allar helstu fréttir stöðugt á Vísi og Bylgjunni, auk þess sem blaðamannafundum verður sjónvarpað á vefnum og Stöð 3.

Stöð 2

Stöð 2 býður öllum landsmönnum opinn aðgang að Stöð 2 Krakkar, Stöð 2 Bíó og Stöð 3 frá og með 16. mars. Auk þess er nú hægt að kaupa 7 daga aðgang að Stöð 2 Maraþon, stærstu efnisveitu landsins með íslenskt sjónvarpsefni, á aðeins 990 kr.

Tryggðu þér áskrift hér

Rakning C-19

Vodafone hvetur notendur snjallsíma til að taka þátt í aðgerðum Landlæknis og sækja sérstakt rakningarapp (Rakning C-19) og skrá sig í hóp notenda.

Leiðbeiningar má finna hér

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.