Góð samskipti á tímum Covid-19
Við hjá Vodafone og Stöð 2 leggjum ríka áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar. Heilsa og velferð starfsfólks okkar og viðskiptavina er okkur mjög hugleikin og höfum við því gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að uppfylla samkomubann líkt og önnur fyrirtæki. Við höfum ákveðið að loka verslunum okkar í Smáralind og Kringlu tímabundið. Við munum þó halda verslun okkar á Suðurlandsbraut og Glerártorgi áfram opnum en taka mið af þeim leiðbeiningum sem almannavarnir hafa sett okkur.
Við viljum hvetja viðskiptavini til þess að nýta sér netspjall Vodafone eða netspjall Stöðvar 2, tölvupóst eða SMS í síma 1414 í stað þess að heimsækja verslanir Vodafone. Við óskum þess sérstaklega að viðskiptavinir virði fjarlægðarmörk og það verklag sem við höfum ákveðið að temja okkur með það að leiðarljósi að gæta fyllsta öryggis allra. Sjá opnunartíma verslana hér.
Við minnum á sjálfsafgreiðslu á Mínum síðum Vodafone og Stöð 2 ásamt gagnlegum upplýsingum á vodafone.is og stod2.is.