Sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju hætt

Vodafone mun á næstunni loka endurvarpsstöð sem hefur hingað til dreift sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju á höfuðborgarsvæðinu. Sjáir þú stöðvarnar RÚV+ eða Hringbraut í gegnum Digital Ísland myndlykilinn þinn þarft þú að gera ráðstafanir í júní. Ástæða lokunarinnar er tilskipun Póst- og fjarskiptastofnunar.

Háskerpuútsendingar til 99,9% landsmanna

Stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone um loftnet veitir 99,9% landsmanna aðgang að útsendingum RÚV í háskerpu. Stöðvaframboð er frá 9 upp í rúmlega 20 um UHF og ríflega 70 stöðvar nást um örbylgjuútsendingar á suðvesturhorni landsins.

Vodafone býður nýja kynslóð loftnetsmyndlykla sem taka á móti háskerpuútsendingum. Jafnframt geta notendur gagnvirks Vodafone Sjónvarps um nettengingar fengið hefðbundinn loftnetsmyndlykil í kaupbæti. sem er t.d. tilvalin lausn fyrir sumarbústaðinn. 

Aukamyndlyklar um loftnet

Loftnetsmyndlyklar geta verið góð viðbót við sjónvarpsáskrift um nettengingar, hvort sem er til að nota sem móttakara í öðru herbergi eða í sumarhúsinu, svo dæmi sé tekið. Einn loftnetsmyndlykill fæst án endurgjalds með sjónvarpsáskrift um nettengingu.

Nánar

Myndlykill í sumarbústaðinn

Með loftnetsmyndlykli Vodafone er hægt að ná RÚV í háskerpu auk fjölda sjónvarpsstöðva í sumarbústaðnum. Ýmist er hægt að taka með sér lykil að heiman eða fá annan lykil hjá okkur til að hafa í sumarbústaðnum. Þá gilda ýmsar reglur sjónvarpsstöðvanna um speglanir á áskriftum.

Nánar

Ný kynslóð háskerpumyndlykla

Með nýrri kynslóð loftnetsmyndlykla færð þú aðgang að öllum sjónvarpsstöðvum sem send eru út um loftnet á Íslandi. Helstu kostir:

  • Tekur á móti öllum stöðvum sem sendar eru út um loftnet
  • Tekur á móti háskerpuútsendingum
  • Hraðvirkt og einfalt viðmót í háskerpu og á íslensku
  • Upptökueiginleikar ef flakkari eða minniskubbur er tengdur
  • Hægt að tímastilla upptöku, frysta útsendingu og flakka í dagskránni
  • Léttur og nettur