Vertu með sjónvarpið við höndina

Vodafone PLAY appið er sjónvarpsapp fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem allir geta notað án endurgjalds. Með Vodafone PLAY appinu getur þú horft á sjónvarpsútsendingar, notað tímavél til að flakka í dagskránni og pantað frelsisefni sjónvarpsstöðvanna. Einnig geta áskrifendur af Vodafone PLAY, Cirkus og Hopster nálgast sjónvarpsefni viðkomandi áskriftarveita í appinu.


Hvað er hægt að gera í Vodafone PLAY appinu?


 
 
 
 
 
 
 

Helstu kostir Vodafone PLAY appsins

Það stendur öllum til boða að sækja sér Vodafone PLAY appið án endurgjalds, hvort sem þeir eru í viðskiptum hjá Vodafone eða öðru fjarskiptafélagi..

Það er auðvelt að nota Vodafone PLAY appið en viðmótið er bæði einfalt og þægilegt í notkun.


Horfðu hvar og hvenær sem er

Með Vodafone PLAY appinu getur þú tekið sjónvarpið með þér hvert á land sem er. Nú þarf fjölskyldan ekki lengur að slást um fjarstýringuna heldur geta fjölskyldumeðlimir nú einnig horft á sjónvarpið í snjalltækinu.

Fjölbreytt úrval sjónvarpsefnis

Notendur geta á einfaldan hátt valið milli þess að horfa á línulegt sjónvarp, frelsisefni sjónvarpsstöðvanna, ásamt öllu því úrvali sem Vodafone PLAY, Cirkus og Hopster hafa upp á að bjóða. Einnig er hægt að horfa á „Mitt efni“ - efni sem þú hefur nýlega pantað í appinu eða með myndlyklinum.

Tímavélin

Með tímavél er hægt að flakka allt að þrjár klukkustundir til baka í sjónvarpsútsendingunni. Sé efni pantað í Vodafone PLAY í appinu er hægt að stöðva áhorf, færa sig yfir í sjónvarpið og horfa frá þeim stað sem spilun var hætt.


Kynntu þér úrvalið í Vodafone PLAY