Vertu með sjónvarpið við höndina

Vodafone PLAY appið er sjónvarpsapp fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem allir geta notað án endurgjalds. Með Vodafone PLAY appinu getur þú horft á sjónvarpsútsendingar, notað tímavél til að flakka í dagskránni og pantað frelsisefni sjónvarpsstöðvanna. Einnig geta áskrifendur af Stöð 2 Maraþon og Hopster nálgast sjónvarpsefni viðkomandi áskriftarveita í appinu.

Þú getur tengt Vodafone PLAY appið við Chromecast og AirPlay sem þýðir að þeir sem eiga Chromecast tæki eða Apple TV geta varpað myndefninu úr símanum yfir á sjónvarpsskjáinn.

 

Hvað er hægt að gera í Vodafone PLAY appinu?


 
 
 
 
 
 
 

Helstu kostir Vodafone PLAY appsins

Það stendur öllum til boða að sækja sér Vodafone PLAY appið án endurgjalds, hvort sem þeir eru í viðskiptum hjá Vodafone eða öðru fjarskiptafélagi..

Það er auðvelt að nota Vodafone PLAY appið en viðmótið er bæði einfalt og þægilegt í notkun.


Stuðningur við Chromecast og AirPlay

Þú getur tengt Vodafone PLAY appið við Chromecast og AirPlay sem þýðir að þeir sem eiga Chromecast tæki eða Apple TV geta varpað myndefninu úr símanum yfir á sjónvarpsskjáinn.

Horfðu hvar og hvenær sem er

Með Vodafone PLAY appinu getur þú tekið sjónvarpið með þér hvert á land sem er. Nú þarf fjölskyldan ekki lengur að slást um fjarstýringuna heldur geta fjölskyldumeðlimir nú einnig horft á sjónvarpið í snjalltækinu.

Tímavélin

Með tímavél er hægt að flakka allt að þrjár klukkustundir til baka í sjónvarpsútsendingunni. Sé efni pantað í Vodafone PLAY í appinu er hægt að stöðva áhorf, færa sig yfir í sjónvarpið og horfa frá þeim stað sem spilun var hætt.