Flakkaðu í dagskránni

Tímavél býðst öllum viðskiptavinum með gagnvirka sjónvarpsþjónustu Vodafone. Með henni getur þú flakkað allt að sólarhring aftur í tímann og horft á dagskrárliði sem sýndir voru á tímabilinu. Notaðu EPG-hnappinn til að flakka í dagskrá dagsins á undan. 

Ef þú misstir af hluta af uppáhalds þættinum þínum getur þú líka með einföldum hætti byrjað á byrjun aftur með tímavélinni – þú þarft ekki að bíða eftir að útsending þáttarins klárist áður en þú setur hann af stað aftur.  

Einnig er hægt að spóla áfram og afturábak í þætti sem þú ert að horfa á, rétt eins og hægt er í öðru efni sem pantað er á Leigunni.

Í boði á fjölmörgum stöðvum

Til að geta flakkað í dagskránni þarf að vera með svarta Amino 140 myndlykilinn. Þjónustan er í boði á eftirfarandi stöðvum:

Íslenskar stöðvar:
RÚV, RÚV HD, Stöð 2, Stöð 2 HD, Krakkastöðin, Bíóstöðin, Stöð 3, Gullstöðin, Stöð 2 Sport, Stöð 2 Sport HD, Stöð 2 Sport 2, Stöð 2 Sport 2 HD, Hringbraut, Hringbraut HD, Golfstöðin, Golfstöðin HD, ÍNN og N4.

Erlendar stöðvar:
DR1, DR1 HD, DR2, BBC Brit, Discovery Channel, Discovery Science, Sky News, DR2, SVT1, SVT1 HD, SVT2, NRK1, NRK1 HD, NRK2, AMC, TCM, BBC Lifestyle, Food Network, E!, National Geographic, National Geographic HD, Nat Geo Wild, Animal Planet, TLC, Travel Channel, Cartoon Network, Jim Jam, Boomerang, BBC News, MUTV, LFCTV, MTV Hits, og CBS Reality.

Sjónvarpsviðmótið gefur til kynna hvort eldri dagskrárliðir séu í boði í tímavél eða ekki, en einstaka dagskrárliðir eru ekki fáanlegir með þessum hætti vegna sýningarréttar viðkomandi sjónvarpsstöðvar.