Sjónvarpsáskrift við allra hæfi

Í Vodafone Sjónvarpi færð þú aðgang að opinni dagskrá íslenskra sjónvarpsstöðva auk þess að geta pantað áskrift að yfir 140 stöðvum, íslenskum og erlendum. Þar að auki getur þú fengið aðgang að Vodafone PLAY og Cirkus. Áskrift má panta ýmist hjá Vodafone eða öðrum íslenskum efnisveitum.

Vodafone PLAY - íslensk áskriftarveita

Vodafone PLAY er fyrsta íslenska áskriftarveitan fyrir alla fjölskylduna í anda Netflix. Með Vodafone PLAY færðu ótakmarkaðan aðgang að gæðaefni, fjölda íslenskra og erlendra kvikmynda, tónleikum, barnaefni og upplesnum ævintýrum – hvenær sem þér hentar.

Nánar

Cirkus - yfir 600 klst. af bresku gæðaefni

Gagnvirka áskriftarveitan Cirkus er nú í boði fyrir alla viðskiptavini Vodafone Sjónvarps. Cirkus sérhæfir sig í hágæða bresku sjónvarpsefni og inniheldur yfir 600 klukkustundir af frábæru efni. Með áskrift færðu ótakmarkaðan aðgang að efninu og getur pantað þættina hvenær sem þér hentar, eins oft og þú vilt.

Meðal þátta frá upphafi eru Shetland, Poirot, Prime Suspect, Endeavour, Midsomer Murders, Touching Evil, Bletchley Circle og margir fleiri.

Nánar

Flottar stöðvar - frábært verð!

Vodafone Erlendar stöðvar er sex stöðva áskriftarpakki sem býðst eingöngu viðskiptavinum með Vodafone Sjónvarp. Fyrir einungis 790 kr. á mánuði færð þú sex af vinsælustu erlendu sjónvarpsstöðvunum sem í boði eru hér á landi. Í pakkanum eru fréttastöðin Sky News, DR1 (danska ríkissjónvarpið), barnastöðin JimJam, afþreyingarstöðin BBC Brit og fræðslustöðvarnar National Geographic og Discovery Channel. Vodafone Erlendar stöðvar bjóðast viðskiptavinum Vodafone með gagnvirkt sjónvarp eða sjónvarp um örbylgju.

Enn fleiri erlendar

Fáðu enn fleiri stöðvar á enn betra verði með sjónvarpspakkanum 15 erlendar stöðvar, en hann fæst einungis í Vodafone Sjónvarpi. 

Í pakkanum, sem kostar einungis 1.790 kr. á mánuði eru fréttastöðvarnar Sky News og BBC World News, DR1 (danska ríkissjónvarpið), NRK1 (norska ríkissjónvarpið) og SVT1 (sænska ríkissjónvarpið), afþreyingarstöðvarnar BBC Brit, E! og MTV, barnastöðvarnar JimJam og Disney Junior, fræðslustöðvarnar Discovery Channel og National Geographic, kvikmyndastöðin Movie Star Channel og knattspyrnustöðvarnar LFCTV og MUTV.

Nýttu þér tækifærið og fáðu fjölbreytt gæðasjónvarpsefni fyrir alla fjölskylduna á góðu verði! Þú getur pantað 15 erlendar stöðvar hér á Vodafone.is eða hjá þjónustuveri Vodafone í síma 1414.

Pantaðu áskrift strax í dag!

Það er einfalt að panta áskrift að PLAY, Cirkus eða erlendum stöðvapökkum. Veldu þann pakka sem hentar þér og sendu inn pöntun hér á Vodafone.is!

Áskrift hjá Stöð 2

Áskrift að Stöð 2 og aukastöðvum, sportstöðvum Stöðvar 2 og erlendum sjónvarpsstöðvum (Stöð 2 Fjölvarp) má kaupa hjá áskriftarþjónustu Stöðvar 2 í síma 512-5100 og á áskriftarvef Stöðvar 2.

?Hafa samband