Sjónvarpsáskrift við allra hæfi

Í Vodafone Sjónvarpi færð þú aðgang að opinni dagskrá íslenskra sjónvarpsstöðva auk þess að geta pantað áskrift að yfir 140 stöðvum, íslenskum og erlendum. Þar að auki getur þú fengið aðgang að Vodafone PLAY og Cirkus. Áskrift má panta ýmist hjá Vodafone eða öðrum íslenskum efnisveitum.

Vodafone PLAY - íslensk áskriftarveita

Vodafone PLAY er fyrsta íslenska áskriftarveitan fyrir alla fjölskylduna í anda Netflix. Með Vodafone PLAY færðu ótakmarkaðan aðgang að gæðaefni, fjölda íslenskra og erlendra kvikmynda, tónleikum, barnaefni, upplesnum ævintýrum og áskriftarveitunni Hopster – hvenær sem þér hentar.

Nánar

Hopster fyrir yngstu áhorfendurna

Með Hopster fá börnin aðgang að hundruðum sérvaldra talsettra verðlaunaþátta fyrir börn á aldrinum 2 - 6 ára.

Hopster hefur farið sigurför víða um heim síðustu ár enda er þar boðið upp á fræðandi, skemmtilegt og þroskandi barnaefni. Hopster er annars vegar sjónvarpsefni sem fylgir með öllum Vodafone PLAY áskriftum og hins vegar fræðslu- og sjónvarpsapp.

Nánar

Cirkus - yfir 600 klst. af bresku gæðaefni

Gagnvirka áskriftarveitan Cirkus er nú í boði fyrir alla viðskiptavini Vodafone Sjónvarps. Cirkus sérhæfir sig í hágæða bresku sjónvarpsefni og inniheldur yfir 600 klukkustundir af frábæru efni. Með áskrift færðu ótakmarkaðan aðgang að efninu og getur pantað þættina hvenær sem þér hentar, eins oft og þú vilt.

Meðal þátta frá upphafi eru Shetland, Poirot, Prime Suspect, Endeavour, Midsomer Murders, Touching Evil, Bletchley Circle og margir fleiri.

Nánar

Úrval erlendra sjónvarpsstöðva

Vodafone býður átta sjónvarpsstöðvapakka sem innihalda fjölbreytt úrval erlendra sjónvarpsstöðva. Þar á meðal eru einstaklega hagkvæmir 9, 19 og 25 stöðva pakkar, sérstakur sportpakki, evrópskur pakki, bíómynda- og afþreyingarpakki og að sjálfsögðu er hægt að panta einn stóran pakka sem inniheldur allar stöðvarnar. Skoðaðu úrvalið og finndu þann sjónvarpspakka sem hentar þér best!

Nánar

Pantaðu áskrift strax í dag!

Það er einfalt að panta áskrift að PLAY, Cirkus eða erlendum stöðvapökkum. Veldu þann pakka sem hentar þér og sendu inn pöntun hér á Vodafone.is!