Cirkus - breskt gæðaefni í Vodafone Sjónvarpi

Gagnvirka áskriftarveitan Cirkus er nú í boði fyrir alla viðskiptavini Vodafone Sjónvarps. Cirkus sérhæfir sig í hágæða bresku sjónvarpsefni og inniheldur yfir 600 klukkustundir af frábæru efni. Með áskrift færðu ótakmarkaðan aðgang að efninu og getur pantað þættina hvenær sem þér hentar, eins oft og þú vilt.

Á meðal þess sem finna má í Cirkus eru spennu- og ráðgátuþættir á borð við Lewis, Shetland, Poirot og Prime Suspect, Endeavour, sem fjallar um æskuár hins fræga Inspector Morse, Midsummer Murders, dramaserían The Bletchley Circle og margt fleira. Auk efnisins sem verður í boði frá upphafi verður úrvalið í stöðugri þróun og nýtt gæðaefni bætist reglulega við.

The Missing

The Missing eru vandaðir þættir með stórleikurum á borð við James Nesbitt, Emily Hughes og Julien Baptiste í aðalhlutverkum. Hörkuspennandi þættir þar sem áhorfandinn fylgist með áhrifum barnráns á foreldrana og tilfinningastríðsins sem því fylgir. Þættirnir voru meðal annars tilnefndir til Golden Globe, Emmy og BAFTA verðlaunanna.

Panta áskrift

Enn betri kjör með Vodafone PLAY

Ef þú kaupir áskrift að Vodafone PLAY M eða PLAY L er Cirkus innifalin í pakkanum ásamt erlendum sjónvarpsstöðvum.

Nánar

Verð og fleiri áskriftir

Upplýsingar um mánaðargjald fyrir Cirkus og aðra áskriftarpakka okkar í sjónvarpi má finna á yfirlitssíðunni.

Nánar

Það er einfalt að panta Cirkus!

Þú getur pantað Cirkus á einfaldan hátt í viðmóti Vodafone Sjónvarps. Svona gerirðu það:

  • Ýttu á „Menu“ hnappinn á fjarstýringunni.
  • Veldu „Cirkus“ í vallistanum til vinstri.
  • Veldu einhvern þátt, ýttu á „OK“ og svo spila
  • Þá koma upp skilaboð með skilmálum. Lestu þá og samþykktu og áskrift þín að Cirkus er orðin virk!

Einnig má panta áskrift að Cirkus hér á vefnum, í gegnum þjónustuver okkar í síma 1414 eða í netspjallinu. Með sama hætti má segja upp áskrift, en uppsögn tekur gildi við næstu mánaðarmót.