Vodafone
Reiki í Evrópu

Nú getur þú notað símann eins og heima hjá þér í Evrópu!

Reiki í Evrópu (Roam like Home) felur í sér að innifalin notkun í farsímaþjónustunni þinni sem þú kaupir hjá Vodafone gildir í öllum löndum innan EES. Það þýðir að þú getur hringt, sent SMS eða notað gagnamagnið eins og þú sért á Íslandi.

 

Panta farsímaþjónustu

Hvað er Reiki í Evrópu?

Reiki í Evrópu er innifalið í allri farsímaþjónustu hjá Vodafone. Það þýðir að þú getur notað farsímann áhyggjulaus í Evrópu.

Hver er munurinn á Ferðapakka Vodafone og Reiki í Evrópu?

Reiki í Evrópu er innifalið í allri farsímaþjónustu Vodafone sem þýðir að þú getur notað farsímann áhyggjulaus á ferðalagi í Evrópu. Ferðapakkinn hentar svo þeim ferðalöngum sem ferðast utan Evrópu.

Spurt og svarað um Reiki í Evrópu

Ég er skráður í Ferðapakka Vodafone eða Business Traveller. Hvaða áhrif hefur Reiki í Evrópu á mig?

Innifalið í Ferðapakka Vodafone og Business Traveller eru fleiri lönd en tilheyra Reiki í Evrópu. Má þar m.a. nefna Bandaríkin, Kanada og Grænland ásamt fleiri löndum. Ef ferðast er til landa sem nú tilheyra Reiki í Evrópu mun ekki virkjast daggjald heldur haldast sömu kjör og á Íslandi.

Ég er með ótakmarkaðar mínútur. Fellur sú þjónusta undir Reiki í Evrópu?

Mínúturnar þínar gilda í EES-löndunum rétt eins og heima. Ef þú ert með ótakmarkaðar mínútur heima, þá geturðu hringt ótakmarkað í Evrópu.

Þarf ég að óska eftir því að Reiki í Evrópu sé virkjað?

Nei, Reiki í Evrópu er innifalið í öllum þjónustuleiðum farsíma hjá Vodafone og þarf því ekki að óska eftir því sérstaklega.

Greiði ég fyrir móttekin símtöl?

Ekki er gjaldfært fyrir móttekin símtöl, hvorki innanlands né innan EU/EES.

Greiði ég fyrir símtöl til landa innan EU/EES?

Þegar þú ert erlendis og innan EU/EES landanna þá flokkast það sem innanlandssímtal ef þú hringir í önnur lönd innan sama svæðis (t.d. ef þú ert í Danmörku og hringir í þýskt númer). Ef þú ert með innifaldar mínútur í þjónustuleið þinni þá telja mínúturnar alveg eins og hér heima. Þetta á líka við um þá sem eru með ótakmarkaðar mínútur í þjónustuleið sinni.

Ef þú ert hinsvegar á Íslandi þá telst það sem útlandasímtal þegar hringt er út fyrir Ísland. Hringir þú oft til útlanda mælum við með þjónustuleið sem er með inniföldum útlandamínútum en Hver hringdi nánari verðskrá má sjá hér.

Hvaða lönd eru hluti af Reiki í Evrópu?

Asóreyjar (Azores), Austurríki (Austria), Álandseyjar (Åland Islands), Belgía (Belgium), Búlgaría (Bulgaria), Ceuta (Ceuta), Danmörk (Denmark), Eistland (Estonia), Finnland (Finland), Frakkland (France), Franska Gvæjana (French Guiana), Færeyjar (Faroe Islands), Gíbraltar (Gibraltar), Grikkland (Greece), Gvadelúpeyjar (Guadeloupe), Holland (Netherlands), Írland (Ireland), Ítalía (Italy), Kanaríeyjar (Canaries), Króatía (Croatia), Kýpur-Suðurhluti (South Cyprus), Lettland (Latvia), Lichtenstein (Lichtenstein), Litháen (Lithuania), Lúxemborg (Luxembourg), Madeiraeyjar (Madeira), Malta (Malta), Martiník (Martinique), Melilla (Melilla), Noregur (Norway), Portúgal (Portugal), Pólland (Poland), Rúmenía (Romania), San Marínó (San Marino), Slóvakía (Slovakia), Slóvenía (Slovenia), Spánn (Spain), St. Martin (St. Martin), Svalbarði (Svalbard), Svíþjóð (Sweden), Tékkland (Czech Republic), Ungverjaland (Hungary) og Þýskaland (Germany)

Hvað greiði ég ef ég er í áskrift sem er ekki með innifalda notkun?

Öll notkun innan EU/EES er skilgreind eins og notkun á Íslandi. Ef þú ert ekki með innifalda notkun og greiðir almennt mínútuverð fyrir símtöl þín hér heima – þá gilda sömu verð í EU/EES löndunum.

Ég er með áskrift að ótakmörkuðum mínútum til útlanda. Hefur Reiki í Evrópu áhrif á það?

Reiki í Evrópu á aðeins við um notkun þegar viðskiptavinur er staddur í útlöndum og því hefur Reiki í Evrópu ekki áhrif á símtöl þín til útlanda. Mínúturnar þínar til útlanda virka því eins og áður.

Ég er í Frelsi. Hvernig virkar Reiki í Evrópu með því?

Ef þú kaupir inneign með inniföldum mínútum, SMS-um og/eða gagnamagni, þá gildir það bæði á Íslandi og innan EU/EES. Sé keypt inneign fyrir fasta upphæð mun notkun í EU/EES löndunum kosta það sama og heima. Þú getur því notað frelsið þitt á sama hátt hvort sem þú ert heima eða í EU/EES löndunum.

Til þess að geta áfram boðið upp á áfyllingar með miklu inniföldu gagnamagni á hagstæðu verði var ákveðið að styðjast við ákvæði reglugerðarinnar um „sanngjarna notkun“ erlendis (e. Fair Usage Policy). Það þýðir að í sumum stærri frelsisáfyllingum gildir hluti af inniföldu gagnamagni fyrir Reiki í Evrópu. Hægt er að sjá hversu mikið gagnamagn er innifalið í verðskrá og þegar fyllt er á frelsið.

Ég er með 4G netáskrift, get ég tekið hana með mér til útlanda?

Já, 4G netáskrift virkar í öllum löndum sem bjóða upp á netsamband (sjá nánar í landauppflettingu). Vodafone býður upp á háhraða 4G netsamband á öllum helstu áfangastöðum Íslendinga.

Hægt er að sjá hversu mikið af inniföldu gagnamagni netáskriftarinnar gildir innan Reiki í Evrópu í verðskrá.

Ég er með áskrift greidda af fyrirtæki, get ég tekið hana með mér út?

Já, allar hefðbundnar farsímaáskriftir virka í Evrópu. Hafðu samband við fjarskiptatengilið innan þíns fyrirtækis fyrir nánari upplýsingar um hvað er innifalið í þinni áskrift.

Er eitthvað smátt letur?
Til þess að geta áfram boðið upp á þjónustuleiðir með mikið innifalið gagnamagn á hagstæðu verði ákvað Vodafone að styðjast við ákveði reglugerðarinnar um „sanngjarna notkun“ erlendis (Fair Usage Policy). Það þýðir að í sumum þjónustuleiðum gildir hluti af inniföldu gagnamagni fyrir Reiki í Evrópu. Ef farið er yfir innifalið gagnamagn fyrir Reiki í Evrópu bætist við álag, 0,55 kr./Mb.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.