Nokkur atriði þarf að skoða áður en stokkið er af stað til útlanda. Er vegabréfið ekki örugglega í gildi? Á að taka hlýja jakka eða bara létta jakkann með? Annað sem þú vilt ganga úr skugga um, er að netið virki örugglega í farsímanum þínum.
Til þess að netið virki sem allra best í farsímanum þínum mælum við með að skoða hvers konar samningur er í gildi í því landi sem skal ferðast til. Í mjög mörgum löndum gilda reikisamningar Vodafone. En hvað er reiki? Við tölum um reiki þegar síminn þinn notar annað fjarskiptakerfi en hið íslenska til þess að fara á netið eða hringja.
Miklar breytingar eru að verða á farsímanetum í Bandaríkjunum á þessum misserum, en þar í landi eru fjarskiptafyrirtæki að vinna að því að loka 2G og 3G farsímanetum og því gætir þú átt tímabundið í örðugleikum með að ná símasambandi. Til að koma í veg fyrir slík vandamál þá er best að velja handvirkt símkerfi. Leiðbeiningar má finna hér fyrir neðan.
iPhone
Ef þú vilt ná símtölum: Settings > Mobile data > Network Selection > Automatic Off > Veldu T-Mobile
Ef þú vilt komast á netið: Settings > Mobile data > Network Selection > Automatic Off > Veldu AT&T
Android
Ef þú vilt ná símtölum: Settings > Mobile Networks (More Networks, Mobile Networks) > Network Operators > Veldu T-Mobile
Ef þú vilt komast á netið: Settings > Mobile Networks (More Networks, Mobile Networks) > Network Operators > Veldu AT&T
SMS
Ekki skiptir máli hvort þú velur T-Mobile eða AT&T SMS virka á báðum kerfum.
APP virkni
Alltaf hægt að hringja símtöl í gegnum öpp eins og Messenger, WhatsApp, Facetime, Teams ofl. án truflana ef síminn er tengdur á net AT&T.
Við bendum einnig á Ferðapakki Vodafone gildir í Bandaríkjunum og mælum við ávallt með að skrá sig í hann, sjá meira um það hér næst.
1. Prófa að endurræsa tækið.
2. Athuga hvort kveikt sé á Mobile data eða Data roaming.
3. Leita handvirkt að símkerfi.
4. Athuga stillingar
5. Prófa að setja simkortið í annað símtæki.
6. Ef þú getur móttekið símtöl en ekki hringt.
7. Ef þetta gengur ekki hafðu þá samband við okkur.
Við hjá Vodafone óskum þér góðra ferðar, hvert sem ferðinni er heitið. Við minnum á að þjónustuverið okkar er opið alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 1414. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netspjall frá kl. 9-20 á síðunni hér.
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Hafa samband
Aðstoð
Hafa samband
Við notum vefkökur til að bæta upplifun þína á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú skilmála okkar um notkun á vefkökum, að öðrum kosti getur þú kynnt þér hvernig má stýra notkun þeirra.