Hagkvæmur kostur fyrir símtöl til útlanda

Þegar þú hringir til útlanda úr heimasímanum getur þú bæði notað hefðbundið forskeyti til útlanda, 00, eða notað forskeytið 1010. Með því að nota 1010 getur þú lækkað kostnaðinn við útlandasímtalið umtalsvert.
Enginn munur er á gæðum þjónustunnar hvort sem hringt er með 00 eða 1010. Veldu land úr listanum hér fyrir neðan til að sjá hvað símtöl til viðkomandi lands kostar.

Hringir þú oft til útlanda?

Við bjóðum útlandapakka með inniföldum mínútum, 50 eða 100 mínútur, sem gilda til eftirfarandi landa: 

Ástralía, Austurríki, Bandaríkin, Belgía, Bretland og N-Írland, Danmörk, Frakkland, Holland, Hong Kong, Írland, Ítalía, Kanada, Kína, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Mónakó, Noregur, Pólland, Portúgal, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Vatíkanið og Þýskaland. 

Nánar í verðskrá heimasíma