Reiki í Evrópu

Nú getur þú notað símann eins og heima hjá þér í Evrópu!

Reiki í Evrópu (Roam like Home) felur í sér að innifalin notkun í farsímaþjónustunni þinni sem þú kaupir hjá Vodafone gildir í öllum löndum innan EU/EES. Það þýðir að þú getur hringt, sent SMS eða notað gagnamagnið eins og þú sért á Íslandi.

 

Panta farsímaþjónustu

Spurt og svarað um Reiki í Evrópu

Hvaða lönd eru hluti af Reiki í Evrópu?

Asóreyjar (Azores), Austurríki (Austria), Álandseyjar (Åland Islands), Belgía (Belgium), Bretland (United Kingdom), Búlgaría (Bulgaria), Ceuta (Ceuta), Danmörk (Denmark), Eistland (Estonia), Finnland (Finland), Frakkland (France), Franska Gvæjana (French Guiana), Færeyjar (Faroe Islands), Gíbraltar (Gibraltar), Grikkland (Greece), Gvadelúpeyjar (Guadeloupe), Holland (Netherlands), Írland (Ireland), Ítalía (Italy), Kanaríeyjar (Canaries), Króatía (Croatia), Kýpur-Suðurhluti (South Cyprus), Lettland (Latvia), Lichtenstein (Lichtenstein), Litháen (Lithuania), Lúxemborg (Luxembourg), Madeiraeyjar (Madeira), Malta (Malta), Martiník (Martinique), Melilla (Melilla), Noregur (Norway), Portúgal (Portugal), Pólland (Poland), Rúmenía (Romania), Slóvakía (Slovakia), Slóvenía (Slovenia), Spánn (Spain), St. Martin (St. Martin), Svalbarði (Svalbard), (Svíþjóð (Sweden), Tékkland (Czech Republic), Ungverjaland (Hungary) og Þýskaland (Germany)

Ég er skráður í Vodafone Passport eða Euro Traveller. Hvaða áhrif hefur Reiki í Evrópu á mig?

Vodafone Passport og Euro Traveller munu hætta 15. júní 2017 þegar nýja reglugerðin tekur við. Reiki í Evrópu bætist við hefðbundnar áskriftar- og frelsisleiðir og verður því hagstæðara en nokkru sinni fyrr að nota farsímann sinn í útlöndum.

Ég er skráður í USA Traveller. Hvaða áhrif hefur Reiki í Evrópu á mig?

USA Traveller mun haldast óbreyttur. USA Traveller býður upp á hagstæð kjör í Bandaríkjunum og Kanada eins og áður.

Ég er skráður í ONE Traveller eða Business Traveller. Hvaða áhrif hefur Reiki í Evrópu á mig?

Innifalið í ONE Traveller og Business Traveller eru fleiri lönd en tilheyra Reiki í Evrópu. Má þar m.a. nefna Bandaríkin, Kanada, Grænland og Færeyjar ásamt fleiri löndum sem enn verða í boði í ONE Traveller. Ef ferðast er til landa sem nú tilheyra Reiki í Evrópu mun ekki virkjast daggjald heldur haldast sömu kjör og á Íslandi.

Ég er með auka gagnamagn sem ONE ávinning. Gildir hann líka í Reiki í Evrópu?

Já. Það gagnamagn sem þú hefur í þjónustuleið þinni innanlands gildir líka í Reiki í Evrópu.

Ég er með skráða vinaþjónustu (5 vinir). Gilda þeir einnig í Evrópu?

Með tilliti til nýrra reglugerða og breyttra aðstæðna á farsímamarkaði er Vodafone að endurskoða vöruframboð sitt til einföldunar. 5 vinir munu því hætta enda bjóða nýjar farsímaleiðir upp á mun hagstæðari og einfaldari kjör. Við hvetjum þig til að skoða vöruframboð Vodafone hér .

Ég er með ótakmarkaðar mínútur. Fellur sú þjónusta undir Reiki í Evrópu?

Mínúturnar þínar gilda í EES-löndunum rétt eins og heima. Ef þú ert með ótakmarkaðar mínútur heima, þá geturðu hringt ótakmarkað í Evrópu.

Þarf ég að óska eftir því að Reiki í Evrópu sé virkjað?

Frá og með 15. júní 2017 mun þetta taka gildi fyrir allar þjónustuleiðir farsíma hjá Vodafone og þarf því ekki að óska eftir því sérstaklega.

Greiði ég fyrir móttekin símtöl?

Ekki er gjaldfært fyrir móttekin símtöl, hvorki innanlands né innan EU/EES.

Greiði ég fyrir símtöl til landa innan EU/EES?

Þegar þú ert erlendis og innan EU/EES landanna þá flokkast það sem innanlandssímtal ef þú hringir í önnur lönd innan sama svæðis (t.d. ef þú ert í Danmörku og hringir í þýskt númer). Ef þú ert með innifaldar mínútur í þjónustuleið þinni þá telja mínúturnar alveg eins og hér heima. Þetta á líka við um þá sem eru með ótakmarkaðar mínútur í þjónustuleið sinni.

Ef þú ert hinsvegar á Íslandi þá telst það sem útlandasímtal þegar hringt er út fyrir Ísland. Hringir þú oft til útlanda mælum við með þjónustuleið sem er með inniföldum útlandamínútum en Hver hringdi nánari verðskrá má sjá hér.

Hvað greiði ég ef ég er í áskrift sem er ekki með innifalda notkun?

Öll notkun innan EU/EES er skilgreind eins og notkun á Íslandi. Ef þú ert ekki með innifalda notkun og greiðir almennt mínútuverð fyrir símtöl þín hér heima – þá gilda sömu verð í EU/EES löndunum.

Ég er með áskrift að 500 mín til útlanda. Hefur Reiki í Evrópu áhrif á það?

Reiki í Evrópu á aðeins við um notkun þegar viðskiptavinur er staddur í útlöndum og því hefur Reiki í Evrópu ekki áhrif á símtöl þín til útlanda. Mínúturnar þínar til útlanda virka því eins og áður.

Ég er í Frelsi. Hvernig virkar Reiki í Evrópu með því?

Ef þú kaupir inneign með inniföldum mínútum, SMS-um og/eða gagnamagni, þá gildir það bæði á Íslandi og innan EU/EES. Sé keypt inneign fyrir fasta upphæð mun notkun í EU/EES löndunum kosta það sama og heima. Þú getur því notað frelsið þitt á sama hátt hvort sem þú ert heima eða í EU/EES löndunum.

Ég er með 4G netáskrift, get ég tekið hana með mér til útlanda?

Já, 4G netáskrift er hægt að taka með til landa sem tilheyra Reiki í Evrópu.

Er eitthvað smátt letur?

Innan reglugerðarinnar er ákvæði um “Sanngjarna notkun” erlendis (Fair Usage Policy) en tilgangur hennar er að koma í veg fyrir óhæfilega notkun eða misnotkun. Vodafone upplýsir viðskiptavini sína ef til þess kemur að beita þurfi þessari reglu á viðskiptavini félagsins. Vodafone mun hinsvegar ekki virkja þessa reglu almennt á þjónustuleiðir sínar og leyfir viðskiptavinum sínum að nota þjónustuleiðina sína á sama hátt erlendis eins og hér heima.