Örugg auðkenning með farsímanum

Rafræn skilríki í farsímanum er einföld og örugg aðferð við að stunda rafræn samskipti við fyrirtæki og stofnanir, en sífellt fjölgar þeim fyrirtækjum og stofnunum sem bjóða upp á notkun rafrænna skilríkja. 

Með rafrænum skilríkjum í símanum má auðkenna sig á öruggan hátt á netinu og staðfesta skjöl með rafrænum hætti, í stað þess að undirrita þau upp á gamla mátann.

Nýtist til samskipta við fjölda fyrirtækja og stofnana

Rafræn skilríki má t.d. nota til innskráningar á vefi fyrirtækja og stofnana og til rafrænnar undirritunar á skjölum. Það getur sparað þér verulega sporin við ýmis samskipti, t.d. við opinberar stofnanir, banka og önnur fyrirtæki. Til að fá rafræn skilríki í símann þarftu:

  • SIM kort frá Vodafone sem styður rafræn skilríki.
  • Að virkja rafrænu skilríkin, sem fyrirtækið Auðkenni sér um ásamt bönkunum.

Á vef Auðkennis getur þú séð hvort SIM-kortið í símanum þínum styður rafræn skilríki. Ef ekki, getur þú komið í næstu verslun Vodafone eða haft samband við þjónustuver í síma 1414 og við sendum þér nýtt SIM kort um hæl.