Þjónustuleiðir og verð

Hringt til útlanda

Þú getur hringt til nánast allra landa heims með farsímanum eða heimasímanum. Þú velur einfaldlega útlandaforskeyti, landsnúmer og símanúmerið til að ná sambandi.


Hvert viltu hringja?

500 mínútur til útlanda með Vodafone ONE

Við viljum verðlauna þá viðskiptavini sem sameina fjarskiptin hjá okkur. Ef þú ert í Vodafone ONE stendur þér til boða að velja þér 500 mínútur til útlanda sem ávinning. Mínúturnar gilda fyrir símtöl í farsíma og heimasíma í 33 löndum. Sjá list yfir lönd á verðskrársíðu farsímaþjónustu.

1010 er hagkvæmara

Venjulegt útlandaforskeyti er 00 en með því að nota forskeytið 1010 í staðinn má lækka kostnaðinn verulega! Þetta gildir til allra landa, þú þarft ekki að skrá þig sérstaklega í þjónustuna og gæði símtalanna eru þau sömu.

500 mínútur til útlanda með Vodafone RED

Með Vodafone RED áskriftinni fylgja 500 mínútur til útlanda sem nýtast vel þeim sem eiga vini og vandamenn í útlöndum.

Útlandamínútur í Vodafone RED gilda fyrir símtöl í farsíma- og heimasímanúmer í yfir 30 löndum.

Útlandapakkar með heimasímanum

Ef þú hringir reglulega til útlanda borgar sig að vera með útlandapakka. Við bjóðum 50 og 100 mínútna pakka sem gilda í mánuð í senn. Þannig færðu mínúturnar á enn hagkvæmara verði! Útlandapakkarnir gilda til hátt í 30 landa.

Verðskrá

Hér finnur þú verðskrá fyrir síma hjá Vodafone.

Aðstoð

Hér finnur þú stillingar og svör við algengum spurningum.

Netspjall

Netspjallið er þægileg leið til að hafa samband við okkur.