eSIM er ný tegund SIM korta sem eru innbyggð í síma ólíkt hinum hefðbundnu SIM kortum sem við þekkjum. Þau opna á ýmsa möguleika, þ.á.m. að hafa mörg símanúmer í sama tæki, t.d. einkanúmer og vinnunúmer.
Innbyggt SIM kort er umhverfisvænni kostur á margan hátt. Hægt er að spara tíma og ferðalög í verslanir við að virkjun áskriftar því allt ferlið er rafrænt og hægt að virkja hvaðan sem er. Kortið er svo einfaldlega flaga í símanum sem kemur í stað þess gamla sem þarf þá ekki að framleiða úr plasti og flytja milli landa.
Hér má finna upplýsingar um hvaða tæki styðja eSIM.
Fá ráðgjöfÞægindi á ferðinni
Með eSIM getur þú skipt á milli símanúmera eins og hentar á einfaldan hátt. Bæði númerin eru virk í einu. Góð lausn fyrir þá sem vilja hafa einkanúmer og vinnunúmer í sama símanum. Með tilkomu eSIM er nú mögulegt að hafa tvö númer á iPhone með því að nota eSIM fyrir annað og hefðbundið SIM kort fyrir hitt.
Viljir þú fleiri númer er það einnig mögulegt með eSIM.
Þú hefur samband við okkur í 1414 eða á netspjallinu. Við sendum þér QR kóða í tölvupósti og inn á Mínar síður. Þú notar hann til að virkja eSIM. Ferlið er fljótlegt og einfalt, sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan. Þú getur að sjálfsögðu einnig mætt til okkar í verslun og við aðstoðum þig á staðnum.
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.