Sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju hætt

Vodafone mun á næstunni loka endurvarpsstöð sem hefur hingað til dreift sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju á höfuðborgarsvæðinu. Sjáir þú stöðvarnar RÚV+ eða Hringbraut í gegnum Digital Ísland myndlykilinn þinn þarft þú að gera ráðstafanir í júní. Ástæða lokunarinnar er að Póst- og fjarskiptastofnun hefur tekið ákvörðun um að MMDS tíðnibandið verði tekið frá fyrir háhraðafarnet og þegar boðið upp tíðnirnar í þeim tilgangi.

Athugið að ekki er verið að slökkva á öllum sjónvarpsútsendingum um loftnet, eingöngu er um að ræða sjónvarpsútsendingar um örbylgjuloftnet.

Hér fyrir neðan má sjá niðurtökuáætlun örbylgjusjónvarps á höfuðborgarsvæðinu.

ViðburðurDagsetning

Gagnvirkt sjónvarp yfir internet

 • Í Vodafone Sjónvarpi færð þú aðgang að opinni dagskrá allra íslensku sjónvarpsstöðvanna. Auk þess getur þú pantað áskrift að yfir 100 stöðvum, bæði íslenskum og erlendum.
 • Þar að auki getur þú fengið aðgang að áskriftarveitunum Vodafone PLAY, Cirkus og Hopster, nýtt þér frelsi og tímavél og jafnvel keypt staka íþróttaviðburði, allt í gegnum Vodafone Sjónvarp.
 • Til að geta nýtt þér þennan möguleika þarf heimili þitt að vera með háhraða nettengingu. Vodafone hefur þá sérstöðu að geta boðið allar tegundir tenginga og þannig tryggt að þú njótir alltaf þeirrar bestu hverju sinni.
 • Bættu við farsíma- og internetþjónustu og þá kemstu sjálfkrafa í Vodafone ONE - hagkvæmasta leiðin sem við bjóðum fyrir heimilið.

Sjónvarpsdreifing um UHF loftnet

 • UHF-sjónvarpsdreifikerfi Vodafone veitir aðgang að útsendingum rúmlega 20 sjónvarpsstöðva og 7 útvarpsstöðva.
 • Aðgangur að áskriftarpakkanum Vodafone Erlendar stöðvar S, sem inniheldur 9 vinsælar erlendar sjónvarpsstöðvar.
 • Engin þörf er á að skipta um myndlykil til að taka á móti sjónvarpsútsendingum um UHF í stað örbylgju, en til að skipta af örbylgju yfir á UHF þarf að skipta um loftnet.
 • Gott er að hafa í huga að sömu lagnir eru notaðar (séu þær í lagi).
 • Sé eitthvað ábótavant sem þarf að laga innan- eða utanhúss er gott að leita tilboða hjá fagaðilum SART og bendum á vefsíðuna www.sart.is.

Hafðu samband

Við erum að sjálfsögðu til staðar ef þú vilt heyra í okkur og kynna þér málið nánar. Þú getur einnig haft samband við okkar með því að senda tölvupóst á sjonvarp@vodafone.is, spjallað við okkur á netspjallinu eða hringt í síma 1414.

Hefur þessi breyting áhrif á mig?
 • Ef þú ert að horfa á stöðvarnar RÚV+ eða Hringbraut í gegnum loftnet þarft þú að gera ráðstafanir (þessar stöðvar eru aðeins á örbylgju og IPTV).
 • Ef þú ert þegar að horfa á sjónvarp í gegn um UHF kerfið (og sérð því ekki stöðvarnar RÚV+ og Hringbraut í stöðvalista) verður engin breyting á þinni sjónvarpsþjónustu.
 • Ef þú ert með Vodafone Sjónvarp yfir internet (IPTV) hefur þessi breyting engin áhrif á þig.
Hvenær verður slökkt hjá mér?

Á vefsvæðinu vodafone.is/orbylgja vefsvæðinu eru upplýsingar um hvenær verður slökkt og í hvaða hverfi.

Eru sjónvarpsútsendingar um loftnet að hætta?

Nei alls ekki, sjónvarpsútsendingar um UHF kerfið verða áfram og stöðugt er unnið að því að styrkja það kerfi, bæta gæði og stöðvaframboð.

Hvað eru margar stöðvar í boði um UHF?

Það eru rúmlega 30 sjónvarpsstöðvar og tæplega 10 útvarpsstöðvar sem nást með UHF kerfinu. En til að ná öllu stöðvaframboðinu þarf að vera með DVB-T2 myndlykil eða DVB-T2 móttakara í sjónvarpstækinu.

Hver er munurinn í stöðvaframboði milli DVB-T og DVB-T2?
 • Þeir sem sjá útsendingar um DVB-T og DVB-T2 ná tæplega 30 sjónvarpsstöðvum og 8 útvarpsstöðvum.
 • Þeir sem sjá eingöngu DVB-T útsendingar sjá tæplega 20 sjónvarpsstöðvar og 7 útvarpsstöðvar.
Þarf ég að skipta um loftnet þegar slökkt er á örbylgjunni?
 • Já þeir notendur sem ætla áfram að taka við útsendingum um loftnet þurfa UHF loftnet í stað örbylgjunoftnets.
 • Í mörgum tilfellum er slíkt loftnet þegar til staðar á húsinu, þá er nóg að enduleita að stöðvum.
 • Bent er á SART, Samtök rafverktaka sem veita loftnetaþjónustu til einstaklinga og fyrirtækja.
Hver er munurinn á DVB-T og DVB-T2?
 • Hér er um tvö mismunandi dreifikerfi að ræða sem hvort tveggja nást með UHF greiðum. Til að ná báðum kerfinum þarf myndlykillinn eða sjónvarpstækið að styðja DVB-T2.
 • Intek háskerpumyndlykillinn okkar styður DVB-T2 og DVB-T.
 • Kaon lyklarnir okkar (þessir gráu) styðja eingöngu DVB-T.
 • Þeir sem nota móttakarann í sjónvarpstækinu sínu, notendur með CAM-kort, þurfa að kanna hvort sjónvarpstækið þeirra styðji DVB-T2 til að ná öllu stöðvaframboðinu.