Náðu stjórninni með Netvörn Vodafone

Netvörn Vodafone stendur öllum okkar internetviðskiptavinum til boða, en með henni getur þú stjórnað því hvernig hægt er að nota netið á heimilinu. Í boði eru nokkrir læsingarflokkar, þú einfaldlega velur það sem þú telur henta þér og tekur þannig stjórnina á netnotkun heimilisins.

Eldveggur

Lokar á möguleika utanaðkomandi aðila að komast inn á nettenginguna þína.

Skráaskiptaforrit

Lokar á notkun á skráaskiptum með forritum á borð við Torrent.

Fjárhættuspil

Lokar á veðmálasíður, lottó og spilavíti af ýmsu tagi.

Klám

Lokar á síður sem innihalda klámfengið efni, ofbeldi gegn börnum eða umfjöllun um kynlíf.

Virkjaðu netvörnina á Mínum síðum

Þú virkjar netvörnina á Mínum síðum með því að skrá þig inn og velja nettenginguna þína. Þar finnur þú netvarnarflokkinn niðri í hægra horninu og stillir læsingarflokkana sem þú vilt hafa virka. Eftir að það er komið þarft þú að endurræsa netbeininn (þarf aðeins að gera í fyrsta skipti). 

Notendur á ljósleiðara þurfa fyrst að endurræsa tengibúnað fyrir ljósleiðarann og bíða í u.þ.b. 40 sekúndur áður en beinirinn er endurræstur í kjölfarið. Notendur á ADSL með ZyXEL 660HW-D1 beini (með gulum tengjum aftan á) þurfa einnig að setja notandanafn og lykilorð að nýju inn á beininn (leiðbeiningar um þetta birtast á Mínum síðum eftir að kveikt er á Netvörn).

Öryggisráð fyrir alla aldurshópa

Að láta sig öryggi barna á netinu varða á að vera jafn sjálfsagður hlutur og umferðarreglurnar. Við höfum tekið saman nokkur heilræði fyrir foreldra sem eiga við um mismunandi aldursbil.

Vírusvörn handa Windows notendum

Vodafone býður Windows notendum upp á vírusvörn án endurgjalds í samstarfi við Microsoft Íslandi. Vírusvörnin, Microsoft Security Essentials, er öflugur hugbúnaður sem verndar tölvuna þína gegn vírusum og öðrum ógnum sem skaðað geta PC-tölvur.

Þú sækir hana með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan, setur upp í tölvunni þinni og upp frá því fylgist hún með starfsemi tölvunnar. Vörnin er sjálfkrafa uppfærð af Microsoft.

Áður en þú setur hugbúnaðinn upp er mælt með að þú hreinsir út aðrar vírusvarnir sem þú kannt að vera með úr tölvunni. Séu tvær vírusvarnir í gangi í einu gæti það leitt til hægari vinnslu.

Sæktu vírusvörnina hér

Sæktu Microsoft Security Essentials með því að smella á tengil hér fyrir neðan og settu forritið upp með því að fylgja leiðbeiningunum á skjánum.

Veistu ekki hvort þú ert með 32 bita eða 64 bita útgáfu stýrikerfis? Svona má finna það:

Opnaðu Start-vallistann og veldu Programs > Accessories > System Tools > System Information. Þá sérðu upplýsingar um stýrikerfið. Leitaðu að „System Type“ í hægri glugganum, en gildi þess segir til um hvort tölvan sé 32 eða 64 bita. Ef þar stendur x86-based PC er tölvan þín 32 bita. Ef hins vegar stendur x64-based PC er tölvan 64 bita.