Veldu bestu nettenginguna sem býðst

Vodafone leggur áherslu á að tryggja þér eins góða upplifun á netinu. Þess vegna bjóðum við aðgang að öllum þeim nettengingum sem í boði eru á markaðnum.

Það er mismunandi eftir staðsetningu hvaða nettenging er í boði. Við ráðleggjum þér ávallt að velja hröðustu tenginguna sem býðst á þínu heimili.

Þrjár tegundir tenginga

Ljósleiðarinn er besti kosturinn þar sem hann er í boði, en með slíkri tengingu er ljósleiðarinn lagður alla leið heim í hús.

Ljósnetið er góður kostur þar sem ljósleiðara nýtur ekki við, en með því er ljósleiðari leiddur í götuskáp en kopartenging notuð til að tengja heimilið. 

ADSL tekur við þar sem hvorugur hinna kostanna er í boði.

NettengingNiðurhal, allt aðUpphal, allt aðFjöldi myndlyklaAðgangsgjald - sjá nánar í verðskrá
Ljósleiðari 10001000 Mbps1000 Mbps7Greitt til Vodafone
Ljósleiðari 500500 Mbps500 Mbps7Greitt til Vodafone eða smærri ljósleiðarafélaga
Ljósleiðari 100100 Mbps100 Mbps7Greitt til Vodafone eða smærri ljósleiðarafélaga
Ljósnet100 Mbps25 Mbps5Greitt til Vodafone
ADSL12 Mbps2 Mbps1Greitt til Vodafone