Fyrirtækjalausnir

Upplýsingaöryggi snjalltækjanna tryggt

Vodafone Secure Device Manager (VSDM) er fyrsta flokks lausn fyrir fyrirtæki sem vilja tryggja öryggi upplýsinga í snjallsímum og spjaldtölvum starfsfólks.

Viðkvæm gögn á borð við tölvupóst, skjöl, tengiliði, lykilorð og margt fleira eru oft vistuð á snjallsímum eða spjaldtölvum starfsfólks án þess að öryggi sé tryggt. Ef sími týnist, honum er stolið eða öryggisholur eru opnar í hugbúnaði hans gæti það því haft alvarlegar afleiðingar.

Panta símtal

Fáðu fulla yfirsýn yfir öll þín tæki

VSDM frá Vodafone er einföld, örugg og hagkvæm lausn á þessum vanda. Lausnin er þróuð af Vodafone Group og er notuð af fyrirtækjum og stofnunum um allan heim. Með henni færð þú fulla yfirsýn yfir þau snjalltæki sem starfsfólk notar við vinnuna og getur tryggt öryggi mikilvægra upplýsinga á þeim.

 

 

 

 

 

Helstu kostir VSDM

Með VSDM getur þú m.a. tryggt að allir símar með fyrirtækjaupplýsingum séu læstir með lykilorði, valið hvaða öpp séu leyfileg og hreinsað öll gögn af síma ef hann glatast. 

Í VSDM er einnig vírusvörn fyrir snjallsíma og séð til þess að öryggisholum sé lokað, svo eitthvað sé nefnt.

  • Það er auðvelt að hefja notkun á VSDM
  • Samskiptin eru dulkóðuð og hægt er að dulkóða SD-kortið
  • Viðbótaröryggi ofan á það sem þegar er í stýrikerfinu
  • Hægt er að framkvæma fjarhreinsun á upplýsingum í tækinu ef það týnist eða því er stolið
  • Öryggisreglur eru uppfærðar sjálfkrafa
  • Engar hindranir á notkun símans, aðeins meira öryggi
  • Tölvupóstur, verklistar og dagatal eru varin með lykilorði
  • Tæki með opnar öryggisholur eru fundin og öryggisaðgerðir framkvæmdar sjálfvirkt

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.