Fyrirtækjalausnir

Hlutanet (IoT) opnar á ný tækifæri

Hlutanet gerir núverandi rekstur snjallari, einfaldari og opnar á ný viðskiptatækifæri. Tækifæri sem þér hefur ekki dottið í hug. Hlutanet leysir vandamál.

Panta símtal

Hvað er hlutanet?

Þar sem tæki tala við tæki svo hægt sé að rekja, virkja, stýra eða fylgjast með úr fjarlægð eða án mannlegrar aðkomu.

Árlega kannar Vodafone hvernig fyrirtæki nýta IoT tækni til betri árangurs.

Heimurinn er að breytast og IoT umhverfið hefur þroskast. Vodafone framkvæmdi könnun meðal 1.639 fyrirtækja til að komast að hvaða jákvæðu áhrif IoT væri að hafa á reksturinn þeirra. Vodafone hefur lært hvernig þau eru að byggja upp sterkar áætlanir með hjálp tækninnar, til að komast af og blómstra í framtíðinni

Skoða Spotlight skýrslu

Betra Hlutanet með Vodafone

Við erum í samstarfi með Vodafone Group leiðandi fyrirtæki á markaði 7 ár í röð af Gartner. Samstarfið veitir aðgang að hópi sérfræðinga og fjölda lausna til að þjónusta okkar viðskiptavini.

Skoða frétt Gartner

Stjórnborð tenginga

Stjórnborðið er sér hannað til að tengjast öðrum kerfum með vefþjónustum og veitir þannig einfalt aðgengi til að stýra hundruðum, jafnvel þúsundum tenginga, á einfaldan hátt.

Öflugir samstarfsaðilar

Innlendir og erlendir samstarfsaðilar okkar hjálpa þínu fyrirtæki að ná betri árangri með hlutanets-lausnum.

Framtíð hlutanets

Vodafone hefur sett upp léttbands dreifikerfi á Íslandi sem fer ört stækkandi. Við vinnum í nánu samstarfi með Vodafone Group til að aðstoða viðskiptavini okkar við að kynna sér nýjustu tækni.

Alþjóðlegir samningar

Vodafone tryggir fast lágt verð í um 200 löndum hjá um 600 fjarskiptafélögum. Vertu viss um að þín lausn virki um allan heim á besta mögulega verðinu.

IoT lausnir

Stjórnborð

Einfalt - Öruggt - Skalanlegt

Í samstarfi við Vodafone Global býður Vodafone á Íslandi upp á fullkomið umsjónartól og snjallkort fyrir allar IoT tengingar fyrirtækis. Þar er hægt að fylgjast með allri notkun og stjórna virkni tengingana. 


Helstu kostir stjórnborðs Vodafone

Öryggi

Allar tengingar eru hannaðar með þannig að tækin geta eingöngu gert það sem til er ætlast.

Kostnaðarstjórnun

Samningar við Vodafone Group tryggja tækni þínu fast og fyrirsjáanlegt verð um allan heim.

Vefþjónustur (APIs)

Fjölda vefþjónusta sem geta tengst opnum kerfi einfalda rekstur.

Eftirlit og rekstur

Sjálfvirkar aðgerðir og viðbrögð bæta rekstur og einfalda utanumhald.

Skýrslur

Hægt er að fá fjölda skýrslu úr kerfinu til upplýsinga um notkun tækja sem bætir yfirsýn.

Snjallkort

Gott samband er ekki einungis lykilþáttur fyrir IoT lausnir. Hjá Vodafone bjóðum við líka mismunandi SIM kort sem henta öllum aðstæðum og notkunarmöguleikum. Hægt er að fá sim kort úr sérhertu plasti sem þola miklar hitastigsbreytingar. Snjallkortin nýta einnig sjálfvirkni til að virkja tæki og áskriftir.

Þannig er hægt að undirbúa fjölda tækja, prófa sambandið og gera klárt til notkunar án þess að fjarskiptaáskrift virkist.

Léttband

Sköpun nýrra viðskiptatækifæra

Léttband-IoT (e. Narrowband-IoT) er nýr, opinber farsímastaðall, rétt eins og 3G og LTE sem Vodafone hefur tekið þátt í að þróa undanfarin ár með 3GPP, alþjóðlegum samtökum fjarskiptafyrirtækja. 

LB-IoT er sérstaklega hannað fyrir lausnir sem þurfa langa rafhlöðuendingu, kosta lítið og senda lítið magn af gögnum á hverjum degi auk þess sem sendigetan nær inn á staði þar sem hefðbundin fjarskipti nást ekki. Þannig eru t.d. LB-IoT tæki hönnuð til að lifa í 10 ár á einni hleðslu í fullri notkun. LB-IoT er lykillinn að því að tengja milljarða tækja á heimsvísu, þessi 99% hlutanetsins, og bæta þannig líf allra notenda.

Virði Léttbands-IoT


Lítil orkunotkun

Aukin rafhlöðuending fyrir tæki sem þurfa allt að 10 ára rafhlöðuendingu, eða jafnvel lengur.

Ódýrari búnaður með lítilli bandvíddarþörf

Býður upp á lægri rekstrarkostnað sem sendir aðeins nokkur bæti á dag.

Mikill fjöldi tenginga á sendi

Einfalt að tengja milljónir tækja á öruggan hátt.

Mun betri drægni

LB-IoT tæki draga mun lengra, hvort sem er innandyra eða utandyra.

Nokkur notkunardæmi fyrir Léttband IoT


Landbúnaður

Aukin yfirsýn og hámörkuð framleiðsla landbúnaðar.

Umhverfis eftirlit

T.d. eftirlit með loftgæðum og vatnsgæðum.

Orku og vatnsmælingar

Hægt er að mæla notkun á orku, vatni, olíu eða gasi á hagkvæman hátt.

Innviðir borga og bæja

Eftirlit og viðhald með lýsingu, sorphirðu, bílastæðum o.s.frv.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.