Við beintengjum netkerfi fyrirtækja við Skýjaþjónustu hvar sem er í heiminum
Mikil aukning hefur verið á notkun á upplýsingatækniþjónustu sem hýst er í Skýinu. Þangað til fyrir stuttu fór öll umferð í Skýjaþjónustu til og frá notanda yfir Internetið. Með Skýjatengingu (e. Direct Cloud Connection) sem er í raun lokuð víðnetstenging (e. WAN) geta fyrirtæki keypt sér tryggingu frá ókostum þess að nýta Internetið sem flutningslag fyrir þjónustu til að tengjast stöðluðum Skýja-miðjum víða um heim. Ókostir þess að nýta Internetið sem flutningslag fyrir Skýjaþjónustu eru helst að álagstoppar geta myndast á Internetinu ásamt því að áreiðanleikavandamál geta komið upp þegar vef- og hugbúnaðarþjónusta nýtir Internetið, t.d. geta álagstoppar myndast í tilviki DDos árasa eða út af öðrum umferðalegum eða nettæknilegum ástæðum.
Það er okkar mat að þjónustuframboðið okkar á sviði Skýjatenginga sé sambærilegt við það allra besta sem í boði er á alþjóðlega vísu. Hafðu samband og við tengjum þig við netsérfræðinga okkar sem aðstoða þig við að meta hvort þitt fyrirtæki hafi notagildi fyrir þessa þjónustu.
Panta símtal