Skýjatengingar

Við beintengjum netkerfi fyrirtækja við Skýjaþjónustu hvar sem er í heiminum

Mikil aukning hefur verið á notkun á upplýsingatækniþjónustu sem hýst er í Skýinu. Þangað til fyrir stuttu fór öll umferð í Skýjaþjónustu til og frá notanda yfir Internetið. Með Skýjatengingu (e. Direct Cloud Connection) sem er í raun lokuð víðnetstenging (e. WAN) geta fyrirtæki keypt sér tryggingu frá ókostum þess að nýta Internetið sem flutningslag fyrir þjónustu til að tengjast stöðluðum Skýja-miðjum víða um heim. Ókostir þess að nýta Internetið sem flutningslag fyrir Skýjaþjónustu eru helst að álagstoppar geta myndast á Internetinu ásamt því að áreiðanleikavandamál geta komið upp þegar vef- og hugbúnaðarþjónusta nýtir Internetið, t.d. geta álagstoppar myndast í tilviki DDos árasa eða út af öðrum umferðalegum eða nettæknilegum ástæðum.

Það er okkar mat að þjónustuframboðið okkar á sviði Skýjatenginga sé sambærilegt við það allra besta sem í boði er á alþjóðlega vísu. Hafðu samband og við tengjum þig við netsérfræðinga okkar sem aðstoða þig við að meta hvort þitt fyrirtæki hafi notagildi fyrir þessa þjónustu.

Panta símtal

FYRIRTÆKI

Við viljum hjálpa þínu fyrirtæki að ná árangri

Loka

Við vitum að fyrirtæki hafa mismunandi þarfir. Þess vegna bjóðum við fjölbreyttar og fjölhæfar lausnir sem auðvelt er að sérsníða.

Fyrirtækjaþjónusta Vodafone hefur samband og aðstoðar þig við að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.

1/3

Víðnetstengingar milli starfsstöðva víða um heim

Dæmi um alþjóðlegar Skýjatengingar er ef fyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík tengist staðlaðari skýjaþjónustu í gagnaveri eða verum erlendis, t.d. í Amsterdam, Frankfurt, London eða Dublin. Þá er einnig möguleiki að tengjast skýjaþjónustu í gagnverum í öðrum heimsálfum, t.d. New York, Singapore eða Tokyo.

Skýjatengingar eru lokaðar (Layer 2) Víðnets (WAN)- eða einkanetstengingar (óháðar Internetinu) þar sem viðkomandi starfsstöð fyrirtækis er beintengd gagnaveri sem veitir þá skýjaþjónustu (e. Cloud Services) sem viðkomandi fyrirtæki nýtir.

Helstu kostirnir eru fyrst og fremst mun betri stjórn á gæðum netþjónustu ásamt stórauknu upplýsingaöryggi.

Víðnetstengingar milli starfsstöðva víða um heim


Skýjatengingar

Um er að ræða lokaðar IP-MPLS/Ethernet. Víðnets (WAN)- eða einkanetstengingar (óháðar internetinu) þar sem viðkomandi starfsstöð fyrirtækis er beintengd miðjubúnaði í staðlaðri alþjóðlegri skýja-upplýsingatækniþjónustu (e. Cloud Service).

Lægri og fyrirsjáanlegri svartími

Með innleiðingu á beinni Skýjatengingu getur svartími orðið að jafnaði lægri og fyrirsjáanlegri en ella sem leiðir til áreiðanlegri upplýsingaþjónustu og þar með betri notendaupplifun endanotanda.

Netlegur aðskilnaður

Netlegur aðskilnaður er á milli viðskiptavina sem eykur upplýsingaöryggi. Mögulegt er að framkvæma netlegan aðskilnað á Layer II með VLAN/VRF tækni.

Mínar síður

Mögulegt er að panta, stækka og minnka bandvídd til tiltekinna gagnavera á Mínum síðum (e. Self Service Portal). Þá er mögulegt í gegnum Mínar síður að bæta við Vlönum/VRF og samtengja þau við staðlaðar Skýjaþjónustur eins og Azure, AWS, Salesforce, Oracle og fjölda annarra.

Aðgangur að uppitíma og álagsmælingum

Möguleiki á að fá aðgang að Neteftirlits- og álagsmælingakerfi sem eru aðgengileg í gegnum Mínar síður (e. Self service Portal).

Skýjavæðing á fyrirtækinu þínu

Með Skýjatengingu frá Vodafone er möguleiki á að einfalda nethögun og gera búnað einsleitari með því að færa hluti eins og netþjóna, beina og eldveggi frá því að vera keyrt á þartilgerðum vélbúnaði yfir í það að vera keyrt sem þjónusta í skýjaþjónustu. Eftir stendur mun meiri skalanleiki, hraðari uppfærslur og betri stjórn á netkerfunum og þar með meira upplýsingaöryggi en ella.

Þjónustustigssamningar (SLA)

Möguleiki á að kaupa þjónustustigssamninga (SLAs) með eiginleikum eins og að hafa beinan sólarhringsaðgang (24x7x365) að fyrirtækjaþjónustuveri Vodafone (NOC). Forgangsþjónustu í bilanatilvikum og sambönd eru vöktuð af fyrirtækjaþjónustu Vodafone ásamt fleiri þjónustustigseiginleikum.

Samstarf við Equinix

Vodafone á Íslandi hefur gert samkomulag við ,,Equinix" einn stærsta gagnaversaðila í heimi um að veita Vodafone aðgang að Skýjaumhverfi og umfangsmiklu alþjóðlegu víðneti Equinix.

Öflugt og skalanlegt umhverfi

Með Equinix Skýjaumhverfinu getur Vodafone á Íslandi boðið fyrirtækjum aðgang að yfir 2500 þjónustuaðilum Skýjaþjónustu í um 180 Gagnaverum í öllum heimsálfum.

Equinix, risi í heimi gagnavera

Equinix er eitt allra stærsta hýsingarfyrirtæki (e. Co-location) í heiminum og hefur innan sinna gagnavera nokkra af stærstu aðilum í skýjaþjónustu í heiminum, eins og Azure/Microsoft, AWS, SAP, Oracle, Salesforce, svo dæmi séu tekin.

Samþætting við Global MPLS lausnir okkar

Mögulegt er að samþætta Skýjalausnir við alþjóðlegu víðnetslausnirnar sem við bjóðum (e. Global MPLS) en þær eru hugsaðar til að tengja saman starfsstöðvar fyrirtækja víða um heim.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.