Fyrirtækjalausnir

Hvernig tryggir þú þitt fyrirtæki frá rekstrarstöðvun vegna DDoS árása ?

Tíðni DDoS árása hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Vodafone á Íslandi býður í samstarfi við Vodafone Group, afkastamikla og skalanlega DDoS vörn. 

Um er að ræða sívirka DDoS vörn (e. always on) en lausnin er margvirk hvað varðar greiningu og hreinsun (e. scrubbing) netumferðar. Vodafone rekur gríðarlega afkastamikillar hreinsunarstöðvar (e. scrubbing centers) á þremur stöðum á meginlandi Evrópu sem álagsjafna (e. load balance) m.a. hvora aðra í tilviki af stórum árásum. Það er mat okkar að DDoS-varnarþjónusta okkar í samstarfi við Vodafone Group sé með því besta sem í boði er þegar kemur að DDoS-vörnum. 

Hafðu samband og við tengjum þig við netsérfræðinga okkar sem aðstoða við að meta þarfir þíns fyrirtækis.

Panta símtal

FYRIRTÆKI

Við viljum hjálpa þínu fyrirtæki að ná árangri

Loka

Við vitum að fyrirtæki hafa mismunandi þarfir. Þess vegna bjóðum við fjölbreyttar og fjölhæfar lausnir sem auðvelt er að sérsníða.

Fyrirtækjaþjónusta Vodafone hefur samband og aðstoðar þig við að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.

1/3

Hvað er DDoS árás?

Hin dæmigerða DDoS-árás er af gerðinni DDoS (e. Distributed Denial of Service). Dæmi um slíkt er þegar árásaraðili nýtir fjölda vírussýktra tölva sem eru tengdar Internetinu til að senda t.d. svo mikinn fjölda fyrirspurna á tiltekinn vefþjón að geta vefþjónsins eða fjarskiptaleiða fullnýtist sem leiðir til þess að vefþjónninn hefur ekki afköst eða tækifæri til þess að svara almennum fyrirspurnum frá viðskiptavinum. 

Markmið með slíkum árásum er yfirleitt að taka viðkomandi þjónustu eða viðkomandi kerfi niður og gera hana a.m.k. tímabundið vanvirka eða óvirka. Afleiðingarnar eru mismiklar en geta verið alvarlegar, og geta m.a. verið tekjutap, slæmt umtal og brestur á trúverðugleika, viðskiptavinir gefast upp á þjónustunni og leita annað.

Kostir og eiginleikar DDoS varnar Vodafone

Mínar síður

Þjónustan er aðgengileg í gegnum Mínar síður (en. Self service Portal) þar sem er mögulegt að fylgjast með stöðu árása, stöðu hreinsunar og fleiri þátta er varða þjónustuna.

Gríðarleg afkastageta

Vodafone Group rekur þrjár hreinsunarstöðvar á meginlandi Evrópu, nánar tiltekið í London, Amsterdam og Frankfurt. Um er að ræða eina af stærstu hnútpunktum Evrópska hluta Internetsins.

Mikil álagsdreifigeta

Það að hreinsunarstöðvarnar séu þrjár og allar samtengdar skilar sér í margfaldri afkastagetu. Ef mikið álag er á einni hreinsunarstöð þá geta hinar tvær nýst til álagsdreifingar (e. load-balance) og ræður þjónustan þar af leiðandi við stærstu árásir.

Samþætting við Internetþjónustu

Vodafone á Íslandi nýtir þær afkastamiklu Internetgáttir sem Vodafone Group rekur. DDoS vörnin og Internetþjónusta eru samþættar í heildstætt kerfi sem byggir á eldveggjum, core routerum og hreinsunarstöðvum sem eykur áreiðanleika og öryggi Internetþjónustu Vodafone.

Forgreining og eftirlit

Notast er við viðurkenndan búnað frá leiðandi aðila sem er „Arbor Networks“. Unnin er forgreining allan sólarhringinn, alla daga ársins þar sem hrein umferð er greind frá frá óhreinni.

Forhreinsun umferðar

Í þeim tilvikum þar sem þörf myndast á hreinsun eru viðbótar síur settar á eldveggi við alþjóðlegar internetgáttir Vodafone Group í þeim tilgangi að forhreinsa augljósa óhreina umferð frá áður en hún er send í hreinsunarstöðina (e,. cleaning centers).

Hreinsun umferðar

Í tilviki DDoS árásar virkjast PGP rútun (svokölluð 0-rútun) sem leiðir til þess að umferð skilar sér inn í eina eða fleiri af hreinsunarstöðvum Vodafone Group. Þar er umferðin hreinsuð og svo skilað inn á IP tölumengið sem varð fyrir árásinni, um lokað víðnet Vodafone MPLS/VRF rás (óháða Internetinu).

Verkefnastýring og lokun mála

Í tilviki stærri DDoS árása og virkjun á hreinsun, eru stofnuð verkefni. Innifalið í þjónustunni er eftirfylgni, tæknileg skýring og lokun á verkum. Þannig fylgjum við eftir stærri málum, þar til þeim er lokað. Notendur geta fylgst með eldri málum á Mínum síðum (e. Self service portal).

Tryggðu tekjuflæði og ímynd fyrirtækisins

Það að verða fyrir stórri DDoS árás getur verið mjög kostnaðarsamt. DDoS vörn Vodafone getur hjálpað þér að koma í veg fyrir mögulegt tekjutap og orðsporshnekki sem geta orðið í kjölfar slíkrar árásar.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.