Fyrirtækjalausnir

Við tengjum starfsstöðvar fyrirtækisins, hvar sem er í heiminum

Alþjóðlegt víðnet (e. Global MPLS Carrier Ethernet) eru víðnetstengingar sem hugsaðar eru til þess að tengja starfsstöðvar fyrirtækja um heim allan. Því er í raun um að ræða leigulínur milli útbúa afhent á Ethernet/IP tengiskilum.

Þjónustan veitir m.a. möguleika á forgangsröðun gagna og að tryggja bandvídd. Um er að ræða IP-MPLS/Carrier Ethernet sambönd þar sem mögulegt er að tengja staðarnet tveggja eða fleiri starfsstöðva (t.d. í Reykjavík, New York, London, París eða Róm) og byggja þar með alþjóðlegt víðnet óháð Internetinu. Bandvíddarflokkar sem eru í boði eru frá 2 Mbit/s upp í 100 Gbit/s. Varan svipar mjög til Metronets vöruframboðs okkar, utan þess að hún er hugsuð fyrir sambönd  út fyrir landsteinana, á meðan að Metronetið er fyrst og fremst innanlandsvara.

Það er mat okkar að Global MPLS Carrier Ethernet þjónustuframboðið sé sambærilegt við það allra besta sem í boði er á alþjóðlega vísu. Hafðu samband,  við tengjum þig við netsérfræðinga  okkar og finnum út úr því hvort þitt fyrirtæki hafi notagildi fyrir þessa þjónustu.

Panta símtal

FYRIRTÆKI

Við viljum hjálpa þínu fyrirtæki að ná árangri

Loka

Við vitum að fyrirtæki hafa mismunandi þarfir. Þess vegna bjóðum við fjölbreyttar og fjölhæfar lausnir sem auðvelt er að sérsníða.

Fyrirtækjaþjónusta Vodafone hefur samband og aðstoðar þig við að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.

1/3

Víðnetstengingar milli starfsstöðva víða um heim

Dæmi um alþjóðlegar víðnetstengingar er ef fyrirtæki með höfuðstöðvar og vörulager í Reykjavík tengist erlendum útibúum, t.d. í Kaupmannahöfn, París og London.

Myndin sýnir dæmi um slíka högun, en þá líta útibúin erlendis nákvæmlega eins út og útibúin hér á landi, út frá sjónarmiði netkerfanna.

Í slíkum tilvikum hefur kerfisstjóri möguleika á að reka einsleitt netkerfi og hafa einsleitni í vali á netbúnaði. Þá er mögulegt að reka netstjórnarkerfi (e. management system) í einu heildstæðu kerfi og hafa eftirlit með búnaði frá einni upplýsingatæknideild. Helstu kostirnir eru fyrst og fremst mun betri stjórn á gæðum netþjónustu ásamt stórauknu upplýsingaöryggi.

Kostir og eiginleikar Víðnetstengingar 


IP-MPLS víðnetssambönd

Um er að ræða lokaðar IP-MPLS/Ethernet. Víðnets (WAN)- eða einkanetstengingar (óháðar internetinu) þar sem viðkomandi starfsstöð fyrirtækis er  beintengd miðjubúnaði.

Netlegur aðskilnaður

Netlegur aðskilnaður (VLAN/VRF) á milli viðskiptavina sem eykur upplýsingaöryggi.  Mögulegt að framkvæma netlegan aðskilnað á Layer II með VLAN/VRF tækni.

Möguleiki á QoS stuðningi

Netþjónustan býður m.a. upp á forgangsröðun gagna (QoS). Þá er möguleiki á að netþjónustan bjóði m.a. upp á tryggða bandvídd í ákveðnum tilvikum.

Lægri og fyrirsjáanlegri svartími

Með innleiðingu alþjóðlegs víðnets getur svartími orðið að jafnaði lægri og fyrirsjáanlegri en ella.

Upplýsingaöryggið hámarkað

Með alþjóðlegri víðnetslausn frá Vodafone er mögulegt að einfalda nethögun og gera búnað einsleitari og fækka t.d. hlutum eins og gáttum út á internetið, beinum eldveggjum og fleiri slíkum. Eftir stendur meiri og betri stjórn á netkerfunum og þar með meira upplýsingaöryggi en ella.

Aðgangur að uppitíma og álagsmælingum

Möguleiki á að fá aðgang að Neteftirlits- og álagsmælingakerfi sem eru aðgengileg í gegnum Mínar síður (e. Self service Portal). 

Þjónustustigs-samningar (SLA)

Möguleiki að kaupa þjónustustigssamninga (SLAs) með eiginleikum eins og að hafa beinan sólarhringsaðgang (24x7x365) að fyrirtækjaþjónustu Vodafone (NOC), forgang í bilanatilvikum, að sambönd séu vöktuð af fyrirtækjaþjónustu Vodafone ofl.

Samþætting við Skýjalausnir

Mögulegt er að samþætta lausnina við Skýjatengingar (e. Direct Cloud Connections) og ýmsa upplýsingatækniþjónustu í Skýinu, svo sem Office 365, AWS (Amazon Web Services), Salesforce og Microsoft NAV svo dæmi séu tekin.

Hagkvæmar og sveigjanlegar útfærslur

Vodafone á Íslandi hefur gert heildsölusamninga við nokkur af stóru alþjóðlegu burðarnetunum (e. Carriers) og erum við því í stakk búin til að bjóða tæknilega fýsilegustu og hagkvæmustu lausnina hverju sinni.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.