Við tengjum starfsstöðvar fyrirtækisins, hvar sem er í heiminum
Alþjóðlegt víðnet (e. Global MPLS Carrier Ethernet) eru víðnetstengingar sem hugsaðar eru til þess að tengja starfsstöðvar fyrirtækja um heim allan. Því er í raun um að ræða leigulínur milli útbúa afhent á Ethernet/IP tengiskilum.
Þjónustan veitir m.a. möguleika á forgangsröðun gagna og að tryggja bandvídd. Um er að ræða IP-MPLS/Carrier Ethernet sambönd þar sem mögulegt er að tengja staðarnet tveggja eða fleiri starfsstöðva (t.d. í Reykjavík, New York, London, París eða Róm) og byggja þar með alþjóðlegt víðnet óháð Internetinu. Bandvíddarflokkar sem eru í boði eru frá 2 Mbit/s upp í 100 Gbit/s. Varan svipar mjög til Metronets vöruframboðs okkar, utan þess að hún er hugsuð fyrir sambönd út fyrir landsteinana, á meðan að Metronetið er fyrst og fremst innanlandsvara.
Það er mat okkar að Global MPLS Carrier Ethernet þjónustuframboðið sé sambærilegt við það allra besta sem í boði er á alþjóðlega vísu. Hafðu samband, við tengjum þig við netsérfræðinga okkar og finnum út úr því hvort þitt fyrirtæki hafi notagildi fyrir þessa þjónustu.
Panta símtal