Einfaldari
rekstur og meiri yfirsýn
Mögulegt að reka netið í einu heildstæðu kerfi og hægt er að nota samskonar búnað. Það eykur öryggi og yfirsýn ásamt því að einfalda rekstur. Netsérfræðingar okkar eru til þjónustu reiðubúnir hafir þú spurningar varðandi þessa þjónustu.
Nánar um víðnetstengingar
IP-MPLS víðnetssambönd
Um er að ræða lokaðar IP-MPLS/Ethernet. Víðnets (WAN)- eða einkanetstengingar (óháðar internetinu) þar sem viðkomandi starfsstöð fyrirtækis er beintengd miðjubúnaði.
Netlegur aðskilnaður
Netlegur aðskilnaður er á milli viðskiptavina sem eykur upplýsingaöryggi. Mögulegt að framkvæma netlegan aðskilnað á Layer II með VLAN/VRF tækni.
Möguleiki á QoS stuðningi
Netþjónustan býður m.a. upp á forgangsröðun gagna (QoS). Þá er möguleiki á að netþjónustan bjóði m.a. upp á tryggða bandvídd í ákveðnum tilvikum.
Samþætting við skýjalausnir
Mögulegt er að samþætta lausnina við skýjatengingar og ýmsar skýjalausnir, svo sem Office 365, AWS, Salesforce og Microsoft NAV svo dæmi séu tekin.
Lægri og fyrirsjáanlegri svartími
Með innleiðingu alþjóðlegs víðnets getur svartími orðið að jafnaði lægri og fyrirsjáanlegri en ella.
Aðgangur að uppitíma og álagsmælingum
Mögulegt er á að fá aðgang að neteftirlits- og álagsmælingakerfi sem eru aðgengileg í gegnum mínar síður.
Upplýsingaöryggið hámarkað
Með alþjóðlegri víðnetslausn er mögulegt að einfalda nethögun, gera búnað einsleitari og fækka t.d. gáttum út á internetið, beinum eldveggjum og fleiri slíkum. Eftir stendur meiri og betri stjórn á netkerfunum og þar með meira upplýsingaöryggi en ella.
Þjónustustigssamningar (SLA)
Möguleiki að kaupa þjónustustigssamninga (SLAs) með eiginleikum eins og að hafa beinan sólarhringsaðgang (24x7x365) að fyrirtækjaþjónustu Vodafone, forgang í bilanatilvikum, að sambönd séu vöktuð af fyrirtækjaþjónustu Vodafone ofl.
Hagkvæmar og sveigjanlegar útfærslur
Vodafone á Íslandi hefur gert heildsölusamninga við nokkur af stóru alþjóðlegu burðarnetunum (e. Carriers) og erum við því í stakk búin til að bjóða tæknilega fýsilegustu og hagkvæmustu lausnina hverju sinni.
Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528