Hlutanet (IoT) opnar á ný tækifæri
Hlutanet gerir núverandi rekstur snjallari, einfaldari og opnar á ný viðskiptatækifæri. Tækifæri sem þér hefur ekki dottið í hug. Hlutanet leysir vandamál.
Panta símtalHlutanet gerir núverandi rekstur snjallari, einfaldari og opnar á ný viðskiptatækifæri. Tækifæri sem þér hefur ekki dottið í hug. Hlutanet leysir vandamál.
Panta símtalÞar sem tæki tala við tæki svo hægt sé að rekja, virkja, stýra eða fylgjast með úr fjarlægð eða án mannlegrar aðkomu.
Árlega kannar Vodafone hvernig fyrirtæki nýta IoT tækni til betri árangurs.
Heimurinn er að breytast og IoT umhverfið hefur þroskast. Vodafone framkvæmdi könnun meðal 1.639 fyrirtækja til að komast að hvaða jákvæðu áhrif IoT væri að hafa á reksturinn þeirra. Vodafone hefur lært hvernig þau eru að byggja upp sterkar áætlanir með hjálp tækninnar, til að komast af og blómstra í framtíðinni
Við erum í samstarfi með Vodafone Group leiðandi fyrirtæki á markaði 7 ár í röð af Gartner. Samstarfið veitir aðgang að hópi sérfræðinga og fjölda lausna til að þjónusta okkar viðskiptavini.
Skoða frétt GartnerEinfalt - Öruggt - Skalanlegt
Í samstarfi við Vodafone Global býður Vodafone á Íslandi upp á fullkomið umsjónartól og snjallkort fyrir allar IoT tengingar fyrirtækis. Þar er hægt að fylgjast með allri notkun og stjórna virkni tengingana.
Gott samband er ekki einungis lykilþáttur fyrir IoT lausnir. Hjá Vodafone bjóðum við líka mismunandi SIM kort sem henta öllum aðstæðum og notkunarmöguleikum. Hægt er að fá sim kort úr sérhertu plasti sem þola miklar hitastigsbreytingar. Snjallkortin nýta einnig sjálfvirkni til að virkja tæki og áskriftir.
Þannig er hægt að undirbúa fjölda tækja, prófa sambandið og gera klárt til notkunar án þess að fjarskiptaáskrift virkist.
Sköpun nýrra viðskiptatækifæra
Léttband-IoT (e. Narrowband-IoT) er nýr, opinber farsímastaðall, rétt eins og 3G og LTE sem Vodafone hefur tekið þátt í að þróa undanfarin ár með 3GPP, alþjóðlegum samtökum fjarskiptafyrirtækja.
LB-IoT er sérstaklega hannað fyrir lausnir sem þurfa langa rafhlöðuendingu, kosta lítið og senda lítið magn af gögnum á hverjum degi auk þess sem sendigetan nær inn á staði þar sem hefðbundin fjarskipti nást ekki. Þannig eru t.d. LB-IoT tæki hönnuð til að lifa í 10 ár á einni hleðslu í fullri notkun. LB-IoT er lykillinn að því að tengja milljarða tækja á heimsvísu, þessi 99% hlutanetsins, og bæta þannig líf allra notenda.