Fyrirtækjalausnir

Kynntu þér hvernig IoT getur nýst þínu fyrirtæki

Við vitum að þarfir fyrirtækja eru eins ólíkar og þau eru mörg. Þjónustufulltrúar okkar eru ávallt tilbúnir til að aðstoða þig við að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur. Hringdu í okkur í síma 599 9500 eða pantaðu símtal og við höfum samband.

IoT - tækin tala saman

IoT tæknin verður einn af helstu vaxtarbroddum tækniþróunar á komandi árum. IoT stendur fyrir Internet of Things, sem vísar til þess að tæki eiga í sjálfvirkum samskiptum sín á milli fyrir tilstilli tækninnar.

Með þessum hætti er hægt að auka verulega sjálfvirkni á ýmsum sviðum. Þannig má ná fram aukinni þjónustu víða í atvinnulífinu og verulegri hagræðingu.

Með nánu samstarfi við Vodafone Group hefur Vodafone á Íslandi nú þegar verið í fararbroddi IoT lausna fyrir fyrirtæki undanfarin ár. Á þessum tíma höfum við átt gott samstarf við mismunandi fyrirtæki í þróun IoT lausna á ýmsum sviðum. Möguleikar IoT tækninnar eru endalausir og spennandi tímar framundan.

Vodafone Connectivity

Vodafone getur útvegað samband og teningar jafnt innanlands sem og á heimsvísu. Við erum með samninga í yfir 180 löndum og fleiri lönd eru stöðugt að bætast við.

Gott samband er ekki einungis lykilþáttur fyrir IoT lausnir. Hjá Vodafone bjóðum við líka mismunandi SIM kort sem henta öllum aðstæðum og notkunarmöguleikum. Sem dæmi hefðbundin SIM kort, SIM flögu sem innbyggð í tæki, Robust SIM henta vel erfiðum aðstæðum en þau þola meira hnjask en gengur og gerist o.fl.

Allt ofangreint er hægt að skilgera og prófa með fjölda lausna í gegnum samstarf við Vodafone Group.

Tengdar lausnir

Vodafone hefur þegar tilbúnar lausnir sem gætu hentað þínu fyrirtæki. Um er að ræða lausnir sem geta m.a. leyst staðbundið eftirlit, rauntíma eftirlit og vörueftirlit.

Hjá Vodafone erum við alltaf að skoða nýjar lausnir og bæta í vöruframboðið. Getum við einnig unnið með fleiri framleiðendum búnaðar, berist óskir um slíkt.

Internet of things (IoT)

Í samstarfi við Vodafone Global býður Vodafone á Íslandi upp á fullkomið umsjónartól og snjallkort fyrir allar IoT tengingar fyrirtækis. Þar er hægt að fylgjast með allri notkun og stjórna virkni tengingana.

Með tengingu við Vodafone Group nýtur Vodafone Íslandi góðs af mikilli þekkingu á sviði IoT lausna, m.a. mismunandi notkunarmöguleika sem hentað geta fyrirtækjum, aðgangs að reynslusögum erlendra fyrirtækja af hinum ýmsu lausnum auk þess að hafa aðgang að beinum stuðningi erlendra sérfræðinga.