Fyrirtækjalausnir

Netlausnir sniðnar að þörfum þíns fyrirtækis

Hjá Vodafone eru fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, allt frá einyrkjum upp í stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Við vitum því að fyrirtæki hafa mismunandi þarfir og bjóðum þessvegna fjölbreyttar og fjölhæfar lausnir, sem auðvelt er að sérsníða. 

Tengingar fyrir öll tækifæri

Þær nettengingar sem þú getur fengið hjá Vodafone eru:

Ljósleiðari: Öflugasta tengingin sem má fá frá 50 Mb/s til 1 Gb/s í bæði upp- og niðurhal.

VDSL: Góður kostur fyrir fjölmörg fyrirtæki, hraði er allt að 50 Mb/s niðurhal og 25 Mb/s upphal.

EFM: Hentar víða vel, sérstaklega þar sem hinar lausnirnar eru ekki í boði. Hraði er frá 5 – 30 Mb/s bæði upp- og niðurhal.

ADSL: Nýtist sérstaklega smærri fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa ekki öflugustu nettengingarnar á markaðnum. Allt að 12 Mb/s niðurhal og 2 Mb/s upphal.

Hvaða tengimöguleiki hentar þínu fyrirtæki best? Hafðu samband við söluráðgjafa Vodafone og við finnum bestu lausnina fyrir þig!

Í stöðugu sambandi með MetroNeti Vodafone

MetroNet Vodafone er fyrsta flokks gagnaflutningsnet sem fullnægir öllum kröfum viðskiptavina um háhraðatengingar, forgangsþjónustu og uppitíma og nýtist t.a.m. sérstaklega vel þegar internet- og talsímaþjónusta eru samtvinnuð. Meðal helstu kosta MetroNetsins eru:

- Samtenging útibúa á lokuðu einkaneti tryggir gæði og öryggi gagna

- Betri bandvíddarnýting með forgangsröðun gagna

- Örugg útlandatenging með þremur sæstrengjum

- Möguleiki á stafrænni talsímaþjónustu

- Sólarhringsvöktun og forgangur í viðgerðarþjónustu

Hvernig getur MetroNet Vodafone hjálpað þér í þínum rekstri? Hafðu samband við söluráðgjafa Vodafone og við finnum bestu lausnina fyrir þig!