Fyrirtækjalausnir

Veittu þínu starfsfólki bestu nettenginguna

Fyrirtæki í viðskiptum við Vodafone geta veitt starfsfólki sínu öfluga nettengingu heim með sérsniðinni lausn sem tryggir að ávallt sé notuð besta nettenging sem í boði er fyrir hvern starfsmann fyrir sig.

Heimatengingar starfsfólks eru í boði yfir ADSL, ljósnet og ljósleiðara – allt eftir því hvernig heimili hvers starfsmanns er tengt.

Það allra besta fyrir þitt starfsfólk

Ljósleiðarinn er besti kosturinn þar sem hann er í boði, en með slíkri tengingu er ljósleiðarinn lagður alla leið heim í hús og hraðinn getur orðið allt að 1000 Mbps.

Ljósnetið er góður kostur þar sem ljósleiðara nýtur ekki við, en með því er ljósleiðari leiddur í götuskáp en kopartenging notuð til að tengja heimilið. Hraðinn getur orðið allt að 100 Mbps.

ADSL tekur við þar sem hvorugur hinna kostanna er í boði.

Gagnamagnspakki valinn í takt við notkun

Hægt er að velja milli nokkurra pakka eftir þörfum hvers starfsmanns. Jafnframt er í boði að starfsfólk með nettengingu sem greidd er af fyrirtæki geti uppfært niðurhalspakkana og greitt mismuninn sjálfir.