Þjónustusíða Nets

Við upphaf viðskipta fá viðskiptavinir sendar aðgangsupplýsingar inn á MyNets sem er upplýsinga- og þjónustusíða Nets fyrir færslur, veltu og uppgjör til seljenda. Vefurinn er notaður af viðskiptavinum Nets um alla Evrópu. Hann er einfaldur í notkun og notendavænn.

Á vefnum má skoða veltutölur fyrir valin tímabil, sundurliðuð uppgjör fyrir bókhaldið og leita að færslum út frá margvíslegum leitarskilyrðum. Mögulegt er að sækja mikið af upplýsingum úr kerfinu á PDF, CSV og XML formi.

Við hvetjum alla viðskiptavini okkar til að nýta sér þjónustuvefinn og ef einhverjar spurningar vakna þá eru ráðgjafar Vodafone til taks hér.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.