Tengdur posi

Finndu posa sem hentar þér og getur getur tengst við afgreiðslu- eða kassakerfið þitt.

Við bjóðum upp á trausta og hraðvirka posa frá Ingenico sem hægt er að fá bæði sem þráðlausa eða snúrutengda við rafmagn og netbeini. Allir posarnir okkar taka við snertilausum greiðslum, bjóða upp á myntval (DCC) og eru með innbyggðan prentara.

Deiliposar

Þráðlaus MOVE 3500
 • Hægt að tengja við kassakerfi 
 • Tengist með WiFi eða 3G/4G (SIM kort fylgir)
 • Hleðslustöð fylgir
 • Er með prentara
 • Viking stýrikerfi frá Nets
 • Með því að uppfæra hleðslustöðina, er hægt að láta posan nota Bluetooth samskipti
 • Styður við snertilausar greiðslur
 • Býður upp á myntval

8.600 kr.
/ mán
(8.863 án vsk)

 

Uppfærsla í BT dokku:
550 kr. með vsk ( 444 kr. án vsk)

Snúrutengdur DESK 3500
 • Hægt að tengja við kassakerfi 
 • Tengist með snúru við rafmagn og við netbeini
 • Er með prentara
 • Viking stýrikerfi frá Nets
 • Styður við snertilausar greiðslur
 • Býður upp á myntval
7.890 kr.
/ mán
(6.363 án vsk)
Snúrutengdur LANE 3000
 • Virkar eingöngu tengdur við kassakerfi 
 • Tengist með snúru við rafmagn og við netbeini
 • Er með prentara
 • Viking stýrikerfi frá Nets
 • Styður við snertilausar greiðslur
 • Býður upp á myntval
7.390 kr.
/ mán
(5.390 án vsk)

Hafðu samband

Ráðgjafar okkar finna bestu lausnina fyrir þig

Tengingar við kassakerfi

Mörg fyrirtæki hafa fjárfest í einu af fjölmörgum afgreiðslu- og kassakerfum sem finna má á markaði. Slík kerfi leysa margvíslegar þarfir í afgreiðsluferlinu, en að lokum þarf alltaf að taka á móti greiðslu. Upphæðin færist sjálfkrafa úr því kerfi yfir í posann þar sem viðskiptavinur getur greitt. 

Hvaða posi hentar þér?

Til að finna út hvaða posi hentar þínum rekstri er gott að hafa eftirfarandi í huga

 • Hvernig á að nota posann og hvernig á upplifun viðskiptavinar að vera?
 • Netsamband sé gott til að tryggja hámarksuppitíma.
 • Að halda kostnaði og viðhaldi í lágmarki.
 • Að uppgjör sé einfalt og sjálfvirkt.

Tengd kerfi


Við vinnum að því að bæta við tengingum við algeng kassa- og afgreiðslukerfi sem notuð eru á íslenskum markaði. Hafðu samband og fáðu upplýsingar um hvort tenging er tilbúin fyrir þitt kerfi.

 

 

 

 

Algeng dæmi

Afgreiðslur á sama stað

Ef viðskiptavinir þínir greiða á sama stað (t.d. við afgreiðsluborð) þá hentar snúrutengdur Desk eða Lane posi fullkomlega. Posinn er tengdur við rafmagn og netbeini og er hagkvæmur kostur fyrir reksturinn. Hægt er að stilla hann á sjálfvirkt uppgjör einu sinni á dag.

Á ferðinni

Ef þú þarft að fara til viðskiptavinar til að klára greiðslu (t.d. að borði á veitingastað eða í heimsendingu) þá er þráðlaus Move posi málið. Move getur tengst í gegnum 3G/4G/WiFi eða Bluetooth. Hann er áreiðanlegur, hraðvirkur og með góða rafhlöðu. Hægt er að stilla hann á sjálfvirkt uppgjör einu sinni á dag.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.