Símaposi

Breyttu Android snjallsímanum þínum í greiðsluposa með því að hlaða niður Softpay appinu úr Play Store. Virkjaðu appið hjá okkur og byrjaðu að taka á móti snertilausum greiðslum á ferðinni eða hvar sem er - Vissir þú að Vodafone er með öflugasta 3G/4G/5G dreifikerfi landsins?

Símaposinn getur tekið við greiðslum frá kortum, snjallsímum og snjallúrum eða öllu sem styður snertilaus viðskipti. Upphæðir sem fara yfir hefðbundin viðmið eru staðfestar með persónubundnu auðkenni (PIN fyrir kort og PIN/fingrafar/Face ID fyrir snjalltæki). Auðvelt er að senda greiðslukvittun á netfang korthafa beint úr símanum.

Vodafone er eina fyrirtækið sem býður Softpay á íslenskum markaði. Þessi þjónusta er byggð á samstarfi Vodafone við eitt stærsta fyrirtæki á sviði færsluhirðingar í Evrópu, Nets, sem hefur tryggt sér einkasölurétt á þessari vöru. Softpay smáforritið er afurð þróunarverkefnis með Visa og MasterCard og er byggt á „PIN on Glass“ tækninni sem gerir það að verkum að nú er loksins á öruggan hátt hægt að nota snjallsíma til að taka á mótum greiðslum. Engan annan búnað þarf til.

Ferlið

1. Þú sækir smáforritið Softpay í Play Store (Android) og hleður því inn á símann þinn
2. Þú sækir um færsluhirðingarsamning í gegnum Vodafone
3. Við sendum þér upplýsingar til að virkja appið
-> Allt klárt. Þú getur tekið við greiðslum í símanum.

Áttu ekki Android síma? Hafðu samband og við finnum hentugt tæki á sanngjörnu verði.

Hafðu samband

Ráðgjafar okkar finna bestu lausnina fyrir þig

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.