Netverslun

Öruggar greiðsluleiðir eru mjög mikilvægur þáttur í allri verslun á netinu. Við bjóðum upp á tvær leiðir til að tengja greiðslugátt við þína netverslun á einfaldan hátt. Báðar leiðirnar eru tenging inn í færsluhirðingu Nets. Öruggt umhverfi þeirra tryggir stöðugleika á þjónustu

Lausn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

OnPay (Team Blue)

  • Möguleiki á tengingu við greiðslugátt / vefþjónustu (API) sem þú forritar á móti þannig að korthafi geti klárað greiðslu á þínum vef.
  • Möguleiki á tengingu við vefumsjónarkerfi - Einfaldar og staðlaðar uppsetningar í gegnum þekkt vefumsjónarkerfi líkt og WooCommerce, Prestashop og Thirty bees.
  • Staðlaðar lausnir og föst verð.
  • Góð skjölun og forritunarumhverfi.

Lausn fyrir stærri fyrirtæki sem þurfa viðameiri lausnir

Netaxept

  • Möguleiki á tengingu við greiðslugátt / vefþjónustu (API) sem þú forritar á móti þannig að korthafi geti klárað greiðslu á þínum vef.
  • Afar stöðugt og margreynt rekstrarumhverfi. Skjölun, forritunarumhverfi og prófunarumhverfi í hæsta gæðaflokki.

Hafðu samband og við gerum þér tilboð í lausn sem hentar þínum rekstri.

Hafðu samband

Ráðgjafar okkar finna bestu lausnina fyrir þig

Boðgreiðslur og Greiðslutenglar

Boðgreiðslur og Greiðslutenglar eru dæmi um stakar lausnir sem hægt er að fá bæði í gegnum OnPay og Netaxept. Þessar lausnir eru sjálfstæðar, þ.e.a.s. þær geta staðið einar og sér og þurfa ekki að tengjast uppsetningu á vefverslun.

Boðgreiðslur

Boðgreiðslur eru lausn fyrir reglulega gjaldtöku á kortanúmer (t.d. mánaðarlegt), hvort sem þú þarft að innheimta fast gjald eða gjald byggt á notkun. Korthafi skráir sig í viðskipti, kortanúmerið er geymt hjá Nets og þú færð sýndarnúmer (e. Tokenization) til að skrá reglulegar greiðslur á.

Greiðslutenglar

Greiðslutenglar eru örugg greiðsluleið sem leysir símgreiðslur af hólmi. Kaupmaður fær aðgang að vefviðmóti þar sem hann skráir þá upphæð sem á að greiða, ásamt símanúmeri eða netfangi greiðanda. Viðskiptavinur fær sendan tengil á örugga greiðslusíðu þar sem hann getur gengið frá greiðslu. Öruggt og einfalt.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.