Deiliposar

Nýjung á Íslandi sem lágmarkar kostnað fyrir þig. Nú geta allt að níu seljendur verið saman með einn posa og deilt kostnaði án þess að flækja málin því uppgjör eru aðskilin fyrir hvern og einn.

Stöku posana okkar er hægt að fá sem Deiliposa. Notkun er einföld, við afgreiðslu er seljandi valinn og viðskiptavinur borgar með korti.

Fá tilboð
Þráðlaus Deiliposi MOVE 3500
 
 • Tengist með WiFi eða 3G/4G (SIM kort fylgir)
 • Hleðslustöð fylgir
 • Er með prentara
 • Viking stýrikerfi frá Nets
 • Með því að uppfæra hleðslustöðina, er hægt að láta posann nota Bluetooth samskipti
 • Styður við snertilausar greiðslur
 • Býður upp á myntval

10.990 kr.
/ mán
(8.863 án vsk)

 

Uppfærsla í BT dokku:
550 kr. með vsk ( 444 kr. án vsk)

Snúrutengdur Deiliposi DESK 3500
 
 • Tengist með snúru við rafmagn og við netbeini
 • Er með prentara
 • Viking stýrikerfi frá Nets
 • Styður við snertilausar greiðslur
 • Býður upp á myntval
10.300 kr.
/ mán
(8.306 án vsk)

Hafðu samband

Ráðgjafar okkar finna bestu lausnina fyrir þig

Deiliposar henta til dæmis þegar:

margir posar liggja hlið við hlið í afgreiðslunni

Það er algengt að smærri söluaðilar deili aðstöðu, búnaði og afgreiðslurými. Slíkt býður upp á mikið rekstrarhagræði. Dæmi um þetta eru hárgreiðslustofur og fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu. Algengt er að hver og einn sé með sinn eigin posa og þeir liggi hlið við hlið í röð í afgreiðslunni.

Deiliposi: Nú geta allt að níu fyrirtæki verið saman á einum posa og deilt kostnaði. Hver söluaðili fær engu að síður séruppgjör og enginn blöndun verður á veltu.

þú ert með fjölbreyttan rekstur

Íþróttafélög eru gott dæmi um söluaðila sem er með fjölbreyttan og deildarskiptan rekstur. Hver og ein deild þarf sinn posa með tilheyrandi kostnaði. Að spara við sig í posum kallar oft á mikla vinnu og vesen í bókhaldsuppgjörum eða með því að sækja posa í skammtímaleigu.

Samnýting posa: Við getum boðið posa sem allt að níu deildir samnýta og hver og ein getur fengið aðgreint uppgjör. Þannig sparast bæði kostnaður við leigu og tími við uppgjör.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.