Byggt á traustu kerfi

Færsluhirðirinn Nets, í samstarfi við Vodafone, er nýr valkostur fyrir íslenska söluaðila. Nets er hluti af Nexi group og er einn stærsti færsluhirðir í Evrópu. Til að ná slíkum árangri þarf fyrst og fremst að bjóða upp á vörur og þjónustu í heimsklassa og ekki síður, að þróa öruggt og stöðugt rekstrarumhverfi sem viðskiptavinir geta treyst.

Fá tilboð

Stærðarhagkvæmni

Færsluhirðir af þessari stærðargráðu hefur náð umtalsverðri hagkvæmni í sínum rekstri með því að miðla gríðarmörgum færslum í gegnum kerfi sín. Það leiðir til hagstæðari samninga við kortafyrirtækin en ella. Með þessa vitneskju erum við hjá Vodafone fullviss um að geta boðið mjög samkeppnishæfan valkost á íslenskum markaði.

Nets og Ísland

Nets er með höfuðstöðvar í Danmörku og hefur verið ráðandi færsluhirðir á Norðurlöndunum um áraraðir. Nets býður upp á breytt vöruúrval, bæði í posaviðskiptum og netviðskiptum og vinnur með öllum helstu kortafyrirtækjunum: Visa, MasterCard, JCB, Diners, Discover og Union Pay. 

Við hjá Vodafone erum stolt að bjóða upp á vörur frá Nets og munum vinna hörðum höndum að því að aðlaga vöruframboð og þjónustu að íslenskum markaði.

Mótaðu framtíðina með okkur

Við þróun samstarfsins við Nets höfum við lagt áherslu á þá grunnvirkni sem er nauðsynleg öllum seljendum og þann hluta erum við byrjuð að selja og þjónusta. Á sama tíma höldum við áfram að aðlaga fleiri vörur og auka framboðið hjá okkur.

Við tökum opnum örmum á móti viðskiptavinum sem eru tilbúnir til þess að ryðja brautina, vera fyrstu notendur og móta framtíðina með okkur. Við höldum vel utan um slíkt samstarf og gerum sérstaklega vel við þá viðskiptavini.

Endilega hafðu samband ef þú vilt vera brautryðjandi með okkur og við gerum þér tilboð í lausnir í þinn rekstur.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.