Hvers konar posar eru í boði? Allir posarnir sem við bjóðum upp á eru úr Tetra línunni frá Ingenico og koma uppsettir með Viking hugbúnaði frá Nets.
Move3500: Þráðlaus posi sem getur átt samskipti í gegnum GPRS (3G/4G), WiFi eða Bluetooth.
Desk3500: Borðposi sem getur eingöngu átt samskipti í gegnum netsnúru.
Lane3000: Eingöngu er hægt að nota þennan posa með beinni tengingu við afgreiðslu/kassakerfi.
Hvert er hlutverk Nets í samstarfinu? Nets er færsluhirðir sem býður upp á færsluhirðingu fyrir Visa, Visa Electron, MasterCard, Maestro, Union Pay, JCB, Diners og Discover hér á Íslandi. Allar færslur eru sendar beint úr posum þíns fyrirtækis inn í kerfi Nets og þeir sjá um uppgjör og útgreiðslur beint inn á þinn reikning. Nets aðstoðar Vodafone jafnframt með ýmsa þjónustuþætti gagnvart fyrirtækjum, allt eftir þörfum hverju sinni.
Hvar get ég sótt nýjan posa? Best er að biðja um tilboð hér efst á síðunni. Þjónustufulltrúi Vodafone mun þá hafa samband við fyrsta tækifæri. Einnig er hægt að senda okkur línu á greidslulausnir@vodafone.is.
Hvernig fæ ég upplýsingar um viðskipti mín og uppgjör? Nets gefur öllum viðskiptavinum aðgang að MyNets, þjónustusíðu Nets. Þar er hægt að finna upplýsingar um veltu, uppgjör og einstaka færslur. Hægt er að sækja flest gögn úr kerfinu í PDF, CSV og XML formi og nýta til að bóka eftir eða lesa inn í önnur kerfi.
Hvaða kortategundum get ég tekið á móti? Í gegnum þjónustu Nets er hægt að taka á móti Visa, Visa Electron, MasterCard, Maestro, Union Pay, JCB, Diners og Discover. Ekki er hægt að taka á móti sérstökum inneignar- og gjafakortum sem Landsbankinn gefur út, að svo stöddu.
Hvort er ég að fara að gera samning við Vodafone eða Nets?Vodafone er endursöluaðili fyrir þjónustu Nets á íslenskum markaði. Til að koma í viðskipti er gerður samningur við Vodafone og skrifað undir umsókn við Nets. Undirskrift undir umsókn um færsluhirðingu til Nets jafngildir undirskrift samnings og viðskiptaskilmálar þeirra taka gildi um leið og viðskipti hefjast. Nets gerir upp þjónustugjöldin jafnóðum, en Greiðslulausnir Vodafone senda greiðsluseðil fyrir posaleigu og annarri þjónstu mánaðarlega.
Er Vodafone / Sýn færsluhirðir? Nei, Vodafone er endursöluaðili með einkarétt á að selja þjónustu Nets hér á Íslandi.
Nets er hinn eiginlegi færsluhirðir, með öll tilskilin leyfi til að meðhöndla uppgjör og útgreiðslur á öllu fjármagni sem tengist viðskiptunum.
Hvaða uppgjörstímabil eru í boði? Öll fyrirtæki fara sjálfvirkt í daglegt uppgjör með tveggja daga seinkun (T+2). Ef þú sendir inn færslu á mánudegi ættir þú að fá hana greidda út á miðvikudegi, að því gefnu að ekki sé um sérstaka frídaga eða bankafrídaga að ræða.
Hvernig er færsluhirðingin sjálf verðlögð? Notast er við veltutengda þóknun (prósenta) og færslugjöld (fast gjald pr. færslu). Veltutengda þóknunin er sett fram í vel sundurliðuðum og afmörkuðum verðflokkum, sem byggja á þeim kortum sem viðskiptavinir þínir nota. Notuð er svokölluð Interchange plús plús verðlagning (I++), þ.e.a.s. eingöngu er samið um álag ofan á fastan kostnað útgefenda og kortasamtakanna í áðurnefndum flokkum.
Hvernig leiðrétti ég færslu gagnvart korthafa? Ef korthafi er á staðnum þá er framkvæmd endurgreiðsla, eða "Return of good" sem er gert með því að ýta á Menu takkann og svo á 3 og 7 (Menu-3-7). Við þessa aðgerð þarf að nota söluaðilakortið eða "Merchant Card". Þá er endurgreiðsluupphæð slegin inn í posann og kort korthafans notað til að klára færsluna.
Ef korthafi er ekki á staðnum (t.d. eldri færsla) þá þarf söluaðili að senda tölvupóst beint á Nets (merchantservices-dk@nets.eu) úr því netfangi sem skráð er hjá færsluhirði (skráð í umsókn). Þar þarf að lýsa ástæðum þess að leiðrétta þarf færslu og biðja færsluhirði að gera "reversal" færslu. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram um færsluna: Merchant ID (MID), dagsetning færslu, upphæð færslu og gjaldmiðill, ásamt fjórum síðustu stöfunum í kortanúmerinu sem notað var. Allar þessar upplýsingar má finna á þjónustusíðunni MyNets.
Frá hverjum fæ ég reikning? Þú færð tvo reikninga, annars vegar frá Sýn fyrir posaleigunni og hins vegar frá Nets fyrir færsluhirðingum. Þú gerir færsluhirðingarsamning við Nets sem sér um dagleg uppgjör á kortaveltu og þjónustugjöld tengd þeim.
Eru símaposar í boði fyrir Apple síma?Apple hefur átt í deilum við Evrópusambandið varðandi notkun á svokallaðri NFC tækni í símunum sínum, en Apple leyfir ekki aðgang utanaðkomandi þróunaraðila að NFC virkni í símunum. Á meðan þessi deila stendur yfir er ólíklegt að þessi vara verði í boði fyrir Apple síma.
Hvernig get ég fengið posa? Best er að biðja um tilboð hér. Þjónustufulltrúi Vodafone mun þá hafa samband við fyrsta tækifæri. Einnig er hægt að senda okkur línu á greidslulausnir@vodafone.is.