Vodafone býður upp á sniðugar lausnir sem auðvelda starfsfólki að sinna fjarvinnu
Góð heimatenging í fjarvinnu skiptir öllu máli og Vodafone getur tryggt að starfsfólk sé vel tengt hvar og hvenær sem er. VPN tenging skiptir einnig máli ef starfsfólk þarf að tengjast vinnustaðnum og nýta sér innri kerfi fyrirtækisins.
One Net Business býður upp á að hafa öll samskipti fyrirtækisins á einum stað í skýinu, óháð tæki og staðsetningu. Símanúmer fyrirtækisins getur verið tengt í tæki að eigin vali, notendur geta flutt símtöl í hvaða tæki sem er og með lausninni fylgir UC-One appið þar sem öll samskipti eru á einum stað, hópspjall og einkaskilaboð.