Vodafone býður upp á sniðugar lausnir sem auðvelda starfsfólki að sinna fjarvinnu

 

Góð heimatenging í fjarvinnu skiptir öllu máli og Vodafone getur tryggt að starfsfólk sé vel tengt hvar og hvenær sem er. VPN tenging skiptir einnig máli ef starfsfólk þarf að tengjast vinnustaðnum og nýta sér innri kerfi fyrirtækisins.

One Net Business býður upp á að hafa öll samskipti fyrirtækisins á einum stað í skýinu, óháð tæki og staðsetningu. Símanúmer fyrirtækisins getur verið tengt í tæki að eigin vali, notendur geta flutt símtöl í hvaða tæki sem er og með lausninni fylgir UC-One appið þar sem öll samskipti eru á einum stað, hópspjall og einkaskilaboð.

 

Microsoft Teams

Microsoft Teams hjálpar okkur í daglegum samskiptum og einfaldar samvinnu og skilvirkni hópa. 

 

Býður upp á virkar samskiptaleiðir í gegnum spjallrás
Fjarfundir þar sem allir geta verið í mynd, það er svo miklu skemmtilegra að sjá þá sem maður talar við.

Góð heyrnartól eru kostur

Sameiginlegt skjölunarsvæði. Fleiri en einn geta unnið í sama skjalinu og deilt þannig upplýsingum á skilvirkan hátt
Það er hægt að vinna í Teams bæði í tölvunni í símanum hvar og hvenær sem er

Nokkur góð ráð til stjórnenda og starfsmanna í fjarvinnu

 
Tækni og aðstaða:
  • Mikilvægt er að allir aðilar sammælist um hvaða spjallforrit eigi að nota, ef fyrirtækið er með fleiri en eitt, og ákveða hvaða skjalavistunarkerfi eig að nota
  • Gott er að tengja lyklaborð og mús við fartölvu
  • Skilgreina ákveðið svæði sem unnið er á heima fyrir, það auðveldar fólki að „stimpla sig út“
  • Útskýra fyrirkomulagið fyrir öðrum í fjölskyldunni og halda sig við skilgreindan vinnutíma
  • Síðast en ekki síst er mikilvægt að halda í daglega rútínu eins og kostur er, þ.e. vakna snemma og taka sig til eins og um hefðbundinn vinnudag væri að ræða

Samskipti og verkefni

Dagleg samskipti við samstarfsfélaga, helst í gegnum fjarfundarbúnað eða í síma.
  • Bein samskipti skipta miklu máli í þessu ástandi
  • Tölvupóstar eru ágætir til síns brúks en koma ekki í stað beinna, daglegra samskipta.

Byrja daginn á stuttum stöðufundum með teyminu
  • Hægt er að nota fjarfundarlausnir í TEAMS eða á Skype með einföldu móti
  • Á fundinum er hægt að koma upplýsingum á framfæri, stilla saman strengi og forgangsraða verkefnum
  • Með daglegum stöðufundi er verkaskiptingin skýr og auðveldara fyrir teymið að standa við plön sín.
 

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.