Teams símkerfi Vodafone

Vodafone hefur þróað viðbót fyrir Teams sem gerir starfsmönnum fyrirtækja kleyft að hringja beint úr tölvu eða farsíma.

Símtölin fara í gegnum almenna símkerfið í stað þess að samskiptin ferðist um gagnaflutningskerfi. Notendur geta hringt hvort sem er í farsíma eða landlínu, innanlands sem og erlendis. Með því fæst aukið öryggi í samskiptum. 

Panta símtal

Teams símtöl

Eftir að símkerfislausnin hefur verið virkjuð í Teams, birtist símtólstákn í viðmótinu. Notandinn getur þá hringt beint úr appinu. IP símtæki og símstöðvaþjónar eru þar með óþarfi. Þó er mögulegt að nýta IP símtæki þar sem það hentar. 

Kostir og eiginleikar Teams símkerfis VodafoneGott notendaviðmót

Notendur geta hringt í gegnum almenna talsímakerfið og í farsímakerfi. Sama viðmót fyrir fjarfundi og símtöl.

Einkasímstöðva- sérfræðingar

Okkar sérfræðingar geta innleitt, stillt og sinnt daglegum rekstri á lausninni óski viðskiptavinur eftir því.

Kerfisstjóri getur breytt stillingum

Kerfið er skýjalausn sem gerir það mögulegt að gera breytingar á notendum og stillingum kerfisins í gegnum vefviðmót. 

Símtalsgæði og upplýsingaöryggi

Símtölin ferðast um íslenska hluta almenna símkerfisins tryggir gæði. Þá er upplýsingaöryggi hámarkað þar sem símtöl ferðast ekki að óþörfu út yfir landamæri Íslands.

Hópar

Mögulegt er að skilgreina notandahópa eða skipulagseiningar innan fyrirtækja í Teams. Mögulegt að skilgreina svokallaða eltihópa (en. hunting groups) í Teams portalnum og stilla eftir þörfum.

Teams símtæki

Vodafone hefur til sölu eða leigu Teams samhæfð símtæki og heyrnartól með innbyggðum hljóðnemum frá Poly, Yealink og Jabra og fleirum.

Þjónustustigs-samningar

Með þeim er öll almenn upplýsingatækniþjónusta og daglegur rekstur innifalinn í lausninni.

TEAMS samhæfður SBC

Vodafone hefur innleitt svokallaðar SBC símkerfisgáttir sem hafa bein samskipti við Teams í skýinu. Þannig er mögulegt að nýta almenna talsímakerfið og njóta þeirra símtalsgæða sem það býður upp á.

Samþætting við skýjalausnir

Mögulegt er að samþætta Teams við skýjalausnir frá þriðja aðila, eins og skiptiborðs- og þjónustverslausnir. Einnig er mögulegt að samtengja CRM kerfi eins og Salesforce, spjallkerfi og samfélagsmiðla svo dæmi séu tekin.

FYRIRTÆKI

Við viljum hjálpa þínu fyrirtæki að ná árangri

Loka

Við vitum að fyrirtæki hafa mismunandi þarfir. Þess vegna bjóðum við fjölbreyttar og fjölhæfar lausnir sem auðvelt er að sérsníða.

Fyrirtækjaþjónusta Vodafone hefur samband og aðstoðar þig við að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.

1/3

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.