Fjarfundalausn

Fundarsími Vodafone

Fundarsíminn er einföld lausn fyrir þá sem vilja geta tekið símafundi þar sem hluti eða allur hópurinn er staddur á sitthvorum staðnum, hvort sem fundargestir eru innan sama lands eða ekki.

Þjónustufulltrúar okkar eru ávallt tilbúnir til að aðstoða þig við að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur. Hringdu í okkur í síma 599 9500 eða pantaðu símtal og við höfum samband.

Panta símtal

FYRIRTÆKI

Við viljum hjálpa þínu fyrirtæki að ná árangri

Loka

Við vitum að fyrirtæki hafa mismunandi þarfir. Þess vegna bjóðum við fjölbreyttar og fjölhæfar lausnir sem auðvelt er að sérsníða.

Fyrirtækjaþjónusta Vodafone hefur samband og aðstoðar þig við að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.

1/3

Hvernig virkar fundarsími Vodafone?

Fundarstjóri (sá sem heldur fundinn) gefur þátttakendum upplýsingar um sitt eigið símanúmer, tíma sem fundur skal eiga sér stað og fjögurra stafa auðkennisnúmer að eigin vali.

Ekki þarf að stofna fundinn sérstaklega áður en hann er haldinn, heldur hringja allir fundargestir í 757-5000 á tilsettum tíma. Fundurinn verður til í kerfinu þegar fyrsti þátttakandinn hringir inn (þarf ekki að vera fundarstjórinn).

Fundarstjóri þarf því aðeins að ákveða fjögurra stafa auðkennisnúmer og upplýsa þátttakendur um það.

Mikilvægt er því að allir fundargestir hafi sömu upplýsingar um fundinn. Staðfesting er spiluð þegar nýr þátttakandi tengist símafundinum.

Þátttakandi yfirgefur svo fundinn með því að leggja á.

 

 

Einfaldar leiðbeiningar

Fundarstjóri sendir leiðbeiningar á alla fundarmeðlimi. Það eina sem þarf er tímasetningin, 757 5000 númerið, númer fundarstjórans og loks fjögurra stafa auðkennisnúmer.

Þátttakendur hringja í 757 5000, rita inn símanúmer fundarstjórans og fjögurra stafa auðkennisnúmerið.

Fundarsíminn lætur vita ef nýir þátttakendur koma á fundinn.

Virkar óháð staðsetningu og síma

Hægt er að hringja í 757 5000 úr öllum símum og frá útlöndum, en þá er hringt í +354 757 5000.

Hagkvæm lausn

Sama mínútuverð gildir hvort sem hringt er úr heimasíma eða farsíma. Ekkert mánaðargjald né stofngjald er rukkað fyrir fundarsímann.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.