Fyrirtækjalausnir

Við bjóðum lausnir sem henta þínu fyrirtæki

Hjá Vodafone velur þú milli fimm mismunandi tengileiða fyrir fastlínusíma. Ýmsir þættir geta ráðið því hvað hentar hverju og einu fyrirtæki, svo sem stærð, eðli starfseminnar, fjöldi starfsstöðva og fleira.

Þjónustufulltrúar okkar eru ávallt tilbúnir til að aðstoða þig við að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur. Hringdu í okkur í síma 599 9500 eða pantaðu símtal og við höfum samband.

Panta símtal

FYRIRTÆKI

Við viljum hjálpa þínu fyrirtæki að ná árangri

Loka

Við vitum að fyrirtæki hafa mismunandi þarfir. Þess vegna bjóðum við fjölbreyttar og fjölhæfar lausnir sem auðvelt er að sérsníða.

Fyrirtækjaþjónusta Vodafone hefur samband og aðstoðar þig við að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.

1/3

ONE Net Business

One Net Business er skýjalausn sem samþættir fastlínu, farsíma, starfsstöð og snjalltæki að fullu í einu einföldu umhverfi. Með Vodafone One Net Business getur þú nýtt þér samvirkni við Office 365 og Skype for business, sem hluta af þínum samskiptartólum.

Ímyndaðu þér einfaldleikann sem fólginn er í því að vera með einn þjónustuaðila og einn samning fyrir allar fjarskiptalausnir þínar og fullkomlega traust hýst símkerfi allt í umsjá Vodafone.

Kynntu þér ONE Net Business

Fleiri fjölbreyttar fastlínulausnir

ISDN 

Með ISDN fást tvær talrásir og því hægt að stofna til tveggja símtala á sama tíma um hverja ISDN-línu. T.a.m. getur greiðsluposi hringt inn greiðslu jafnvel þótt verið sé að tala í síma fyrirtækisins og því getur þetta verið hentug lausn fyrir smærri verslanir. Hægt er að panta fleiri ISDN línur inn í fyrirtækið til að fjölga samtímasímtölum.

Hefðbundin símalína 

Smærri fyrirtækjum og einyrkjum dugar oft þessi einfalda lausn - að hafa eitt símanúmer og eina talrás í gegnum almenna símakerfið. Hentar þegar fleiri en einn þurfa sjaldnast að nota símann samtímis.

PRI-stofntengingar

Stærri útgáfa ISDN tenginga þar sem boðið er upp á 15 eða 30 talrásir á sama tíma. Sé keyptur aðgangur að stofntengingu sér viðskiptavinur um rekstur eigin símstöðvar og tækja. Símkerfi PRI-stofntenginga er óháð nettengingu fyrirtækisins.

SIP-stofntengingar

Símstöðvagátt sem tengd er við MetroNet Vodafone. Virkni SIP-tenginga er svipuð og PRI-tenginga, nema að byggt er á VoIP-tækni sem þýðir að nettenging fyrirtækis nýtist einnig til að flytja símtöl. Með SIP-tengingum getur þú valið um 4, 10 eða 30 talrásir á sama tíma.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.