Fyrirtækjalausnir

Fjölbreyttar símalausnir við öll tækifæri

Hjá Vodafone bjóðum við samskiptalausnir sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Hvort sem þú þarft eina símalínu eða þúsund erum við með réttu lausnina. Ýmsir þættir geta ráðið því hvað hentar hverju og einu fyrirtæki, svo sem stærð, eðli starfseminnar, fjöldi starfsstöðva og fleira.

Panta símtal

FYRIRTÆKI

Við viljum hjálpa þínu fyrirtæki að ná árangri

Loka

Við vitum að fyrirtæki hafa mismunandi þarfir. Þess vegna bjóðum við fjölbreyttar og fjölhæfar lausnir sem auðvelt er að sérsníða.

Fyrirtækjaþjónusta Vodafone hefur samband og aðstoðar þig við að finna réttu lausnina fyrir þinn rekstur.

1/3

ONE Net Business

One Net Business er skýjalausn sem samþættir fastlínu, farsíma, starfsstöð og snjalltæki að fullu í einu einföldu umhverfi. Með Vodafone One Net Business getur þú nýtt þér samvirkni við Office 365, Teams eða Webex, sem hluta af þínum samskiptatólum.

Einfaldaðu þér lífið með því að vera með einn þjónustuaðila fyrir allar fjarskiptalausnir þínar og fullkomnlega traust hýst símkerfi, allt í umsjá Vodafone.

Kynntu þér ONE Net Business

Fleiri fjölbreyttar fastlínulausnir

Teams

Vodafone hefur þróað viðbót fyrir Teams sem gerir starfsmönnum fyrirtækja kleyft að hringja beint úr tölvu eða farsíma.


Hefðbundin símalína 

Smærri fyrirtækjum og einyrkjum dugar oft þessi einfalda lausn - að hafa eitt símanúmer og eina talrás í gegnum almenna símakerfið. Hentar þegar fleiri en einn þurfa sjaldnast að nota símann samtímis.

SIP-stofntengingar

Símstöðvagátt sem tengd er við MetroNet Vodafone. Virkni SIP-tenginga er svipuð og PRI-tenginga, nema að byggt er á VoIP-tækni sem þýðir að nettenging fyrirtækis nýtist einnig til að flytja símtöl. Með SIP-tengingum getur þú valið um 4, 10 eða 30 talrásir á sama tíma.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.