Hringrás fyrir gamla síma

 

Gamlir símar hafa undanfarið öðlast nýtt líf í hringrásarferli hjá Vodafone. Hægt er að koma með gamla síma í verslanir og fá þá verðmetna upp í nýja. Þessi þjónusta hefur notið mikilla vinsælda hjá viðskiptavinum og er símasafnið orðið ansi veglegt að sögn Elínar Guðjónsdóttur, rekstrarstjóra verslana hjá Vodafone.

Hringrásin virkar þannig að viðskiptavinir Vodafone geta kíkt við í næstu verslun með hin ýmsu tæki, farsíma, fartölvur, spjaldtölvur, AppleTv og Apple watch. Þjónustufulltúi sér um að verðmeta tæki og viðskiptavinur fær inneign eða nýtir upp í nýtt tæki. Vodafone kemur svo gamla tækinu í hringrásar farveg þar sem tæki eru endurnotuð eða endurunnin á réttan hátt.

„Íslendingum er greinilega umhugað um umhverfið. Það er virkilega gaman að sjá eldri raftæki öðlast nýtt líf eða fara í réttan endurvinnslufarveg. Hver kannast ekki við að hafa í ruslaskúffu heimilisins gamla farsíma sem ekki er mælt með að henda í hefðbundnar ruslatunnur. Nú er hægt að koma með þá til okkar. Með þessu verkefni viljum við að viðskiptavinir hugsi sig um hvort það geti verið falin verðmæti í gömlum raftækjum,“ segir Elín.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.