Vodafone fellir niður kostnað viðskiptavina vegna fjarskipta til Tyrklands og Sýrlands

 

 „Heimurinn er harmi sleginn yfir þeim hörmungum sem jarðskjálftinn hefur valdið í Tyrklandi og Sýrlandi. Til að létta aðstandendum og hjálparliðum samskipti við ástvini og viðbragðsaðila hefur Vodafone ákveðið að fella niður gjöld á símtölum og SMS skilaboðum til Tyrklands og Sýrlands fyrir febrúarmánuð. Vegna álags á samskiptainnviði á hamfarasvæðinu biðlum við til viðskiptavina að senda SMS svo að hjálparaðilar hafi greiðan aðgang að kerfinu.“ segir Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála.

Við vonum að þetta framlag hjálpi viðskiptavinum okkar að tengjast ástvinum sínum á þessum erfiðu tímum.

Supporting customers after devastating quake

"Our thoughts and hearts are with those who have loved ones in Turkey and Syria. To make sure that our customers can connect with their loved ones we will cancel all cost of calls and SMS messages from Iceland to Turkey and Syria this February. We recommend SMS messages to minimise traffic on the mobile infrastructure in the regions so that rescuers and first aid responders have direct access to the mobile network," says Sesselía Birgisdóttir, Director of Sales-, Service- and Marketing at Vodafone.

We hope our customers can connect with their loved ones during these difficult times.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.