Sambandið verður betra með 5G

 

Árið 2022 bættum við sambandið hjá yfir 35 bæjarfélögum um allt land þar sem við tengdum yfir 60 5G senda til þess að tryggja að þú værir í betra sambandi – allan hringinn!

Að vera í góðu sambandi skiptir máli, þetta vitum við. Samband skiptir auðvitað öllu máli, sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Við viljum að þú sért í því besta mögulega sambandi til þess að þú getir gert það sem þú vilt! Árið 2022 var heldur betur ár sambands og tengingar hjá okkur hjá Vodafone þar sem verkefnið „Allan hringinn“ þeyttist yfir nánast allt Ísland með það markmið að bæta netsamband og tengingar um landið. Yfir 35 bæjarfélög fengu að kynnast betur hraða og krafti 5G þar sem 64 sendar voru tengdir um land allt.

 

En af hverju finnst okkur svona mikilvægt að bæta sambandið? Hvað gerir 5G eiginlega fyrir einstaklinga, fyrirtæki eða jafnvel samfélagið? Í stuttu máli gefur 5G okkur tækifæri á enn meiri hraða og stöðugleika í nettengingum sem henta bæði einstaklingum og heimilum. Með 5G eru möguleikarnir ótakmarkaðir. Hægt verður að tengja fólk, byggingar, borgir, allskonar skynjara og jafnvel róbota saman sem opnar á ýmsa möguleika fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki og samfélög. Ef þú vilt læra meira um 5G, getur þú ýtt á hlekkinn hér. Við hjá Vodafone fögnum að sjálfsögðu þessari tækninýjung og höfum gert það að okkar markmiði að tryggja gott samband hvar sem þú ert á landinu. Fyrsti sendirinn árið 2022 var settur upp í Stokkseyri og ekki leið á löngu þar til að sá næsti var kominn. Við héldum ótrauð áfram með miklum skriðþunga. Yfir sumartímann voru komnir yfir 50 sendar sem gaf okkur byr undir báða vængi.

Til þess að kynna fyrir landsmönnum öllum hvað þessi nýja 5G tækni þýddi fyrir, heimsóttum við yfir 30 bæjarfélög og buðum öllum að prófa 5G heimatengingu í tvo mánuði frítt. Viðbrögðin voru gríðarlega góð og var samvinnan með bæjarbúum frábær. Ef þú hefur áhuga á að prófa 5G heimatengingu, þá getur þú smellt á hlekkinn hér og við komum þér í háhraða 5G samband.

  

Árið 2022 var mikilvægt fyrir okkur. Að ná að setja upp yfir 60 senda er stórkostleg afrek og erum við stolt af árangrinum. Árangurinn er ekki bara okkar heldur líka ykkar sem hjálpuðu til með að gefa okkur innsýn í hvað mætti bæta og hvað var gert vel. Við höldum ótrauð áfram á árinu 2023 og fjölgum sendum til að tryggja enn betra samband um allt land.

Tengjumst betur, allan hringinn!
Vodafone

 

Bæjarfélög tengd 5G eru eftirfarandi: Akureyri, Blönduós, Borgarnes, Dalvík, Egilsstaðir, Eskifjörður, Eyrarbakki, Fáskrúðsfjörður, Flúðir, Garðabær, Garður, Grindavík, Grundafjörður, Hafnarfjörður, Hveragerði, Hvolsvöllur, Höfn í Hornafirði, Kirkjubæjarklaustur, Kópavogur, Laugarvatn, Mosfellsbær, Ólafsfjörður, Ólafsvík, Reyðarfjörður, Reykjanesbær, Reykjavík, Sandgerði, Sauðárkrókur, Selfoss, Seltjarnarnes, Seyðisfjörður, Siglufjörður, Stokkseyri, Stykkishólmur, Vestmannaeyjar, Vík í Mýrdal, Vogar og Þorlákshöfn.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.