Vodafone fellir niður kostnað viðskiptavina vegna fjarskipta til Tyrklands og Sýrlands
Vodafone
Ertu að hugsa um að taka Þorláksmessuna heima? Þá er kjörið að finna sér hlýtt teppi, dimma ljósin, setja konfektið í skál og setja Þorláksmessutónleika Bubba Morthens í tækið. Þorláksmessutónleikana þarf vart að kynna, en Bubbi hefur rétt stillt jólaskapið hjá þjóðinni í 38 ár.
Þorláksmessutónleikarnir hefjast eins og nafnið gefur til kynna – á Þorláksmessu þann 23. desember klukkan 22:00. Að sjálfsögðu verða tónleikarnir aðgengilegir í myndlykli Vodafone, vefsjónvarpi Stöðvar 2 og Stöð 2 appinu. Við viljum minna á að til þess að nálgast tónleikana í Stöð 2 appinu, þarf að kaupa aðgang í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Leiðbeiningar fyrir kaup á tónleikunum eru hér fyrir neðan.
Að lokum viljum við óska þér og þínum gleðilegra jóla og góðrar skemmtunar yfir tónleikunum.
Hátíðarkveðja,
Vodafone
Hvernig kaupi ég tónleikana í gegnum myndlykil frá Vodafone?
1. Með því að ýta á rauða hnappinn með Vodafone merkinu á fjarstýringunni og fara þannig í valmynd á myndlykli. Þar ættu tónleikarnir að birtast undir Viðburðir ef flett er örlítið niður í valmynd.
2. Velja viðburðinn, samþykkja skilmála og staðfesta kaup.
3. Með því að staðfesta kaup virkjast tímabundin opnun á rás 901. Þú gætir þurft að endurræsa myndlykilinn þinn.
4. Viðburðinn verður aðgengilegur á rás 901 og mun sú rás opnast fljótlega eftir að kaup hafa verið kláruð.
5. Kaupin munu birtast á fjarskiptareikningi þínum um næstu mánaðamót.
1. Það þarf að fara inn á vefsjónvarp Stöðvar 2 og skrá sig þar inn með sama aðgangi og notaður er í appinu.
2. Tónleikarnir eru undir Viðburðir á forsíðunni í valmyndinni.
3. Tónleikarnir verða aðgengilegir á rásinni „Þorláksmessutónleikar Bubba“ í Stöð 2 appinu. Hún opnast á tónleikadeginum.
Get ég spólað til baka eða pásað útsendinguna í myndlykli Vodafone?
Já, hægt er að spóla til baka og pása á meðan útsendingu stendur.
Hvar get ég fengið tæknilega aðstoð sem varðar myndlykil Vodafone?
Þjónustuverið er opið frá kl. 09-20 á Þorláksmessu, eftir það tekur Vaka, nýja spjallmennið okkar við á netspjalli Vodafone, hún svarar öllum helstu spurningum um tónleikana.
Verða tónleikarnir aðgengilegir í tímavél í myndlykli Vodafone?
Já, þeir verða aðgengilegir í 48 klst. eftir að tónleikum lýkur 23. desember í gegnum tímavél Vodafone í myndlykli. Eftir það verður ekki hægt að horfa á tónleikana.
Verða tónleikarnir aðgengilegir í tímavél í Stöð 2 appinu?
Nei, tónleikarnir verða ekki aðgengilegir í gegnum tímavél í Stöð 2 appinu.
Get ég notað Stöð 2 appið?
Já, hægt verður að horfa á tónleikana í gegnum appið með því að kaupa aðgang á sjonvarp.stod2.is. Rásin „Þorláksmessutónleikar Bubba“ mun opnast á tónleikadegi í Stöð 2 appinu. Sjá nánari leiðbeiningar ofar í þessari frétt.
Get ég keypt aðgang í gegnum myndlykilinn minn?
Já, viðburðurinn ætti að birtast í viðmóti í myndlykli. Sjá nánari leiðbeiningar um kaup á viðburði með myndlykli ofar í þessari frétt.
Vodafone
Vodafone
Vodafone
Vodafone
Vodafone
Vodafone
Vodafone
Sævar Ríkharðsson
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.