Við erum vinir Rauða Krossins

 

Þann 7. október sl. tók Vodafone þátt í söfnunarþætti Rauða Krossins, Verum vinir, sem sýndur var í beinni útsendingu á RÚV. Markmiðið með söfnuninni var fyrst og fremst að fjölga í hópi Mannvina Rauða Krossins ásamt því að taka á móti stökum framlögum.

Við sáum söfnuninni fyrir öruggri fjarskiptaþjónustu frá upphafi til enda og sáum til þess að öll áheit frá ykkur kæmust til skila. Útsendingin fór að stórum hluta fram í þjónustuverinu okkar að Suðurlandsbraut 8, þar sem við tókum á móti góðum gestum og frábært starfsfólk Vodafone aðstoðaði sjálfboðaliða Rauða Krossins við að taka á móti öllum söfnunarsímtölum.

Söfnunin gekk framúrskarandi vel og mikil gleði, kærleikur og stemming var í þjónustuverinu okkar þetta kvöld. Það bættust 1800 Mannvinir í hópinn og tæplega 400 einstaklingar og fyrirtæki gáfu staka styrki, alls 27 milljónir. Takk fyrir frábærar viðtökur!

Við erum afskaplega stolt og þakklát yfir því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni með Rauða Krossinum. Takk Rauði Krossinn, okkar frábæra starfsfólk, sjálfboðaliðar, samstarfsaðilar og þið öll sem tókuð þátt, gerðust Mannvinir og styrktuð Rauða Krossinn. Með ykkar framlagi tryggjum við að Rauði Krossinn geti áfram sinnt sínu mikilvæga starfi fyrir samfélag okkar.

 

 

 

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.