Aukið öryggi í kortagreiðslum

Kristín Björk BjarnadóttirKristín Björk Bjarnadóttir
26.04.2022

Vegna breytinga á Evrópulöggjöf varðandi sterkari auðkenningu á kortagreiðslum sem tekið hafa gildi mun starfsfólk Vodafone ekki meðhöndla kortanúmer viðskiptavina framvegis. Þetta er gert með öryggi viðskiptavina að leiðarljósi. Þessi breyting felur í sér að fyrirtækjum er ekki lengur heimilt að taka við greiðslum viðskiptavina nema með svokallaðri 3D Secure auðkenningu. Samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins mun ekki fást heimild á greiðslur nema þær séu staðfestar með þessari aðferð.

Þetta þýðir að allar færslur og greiðslur þurfa að fara í gegnum sterkari auðkenningu svo hægt sé að heimila kreditkortagreiðslur viðskiptavina Vodafone. Frá og með 1. maí verður starfsfólki okkar því ekki heimilt að taka við kortaupplýsingum í gegnum síma eða eftir öðrum boðleiðum. Við bendum þó á að þessi breyting snertir minnihluta okkar viðskiptavina og munum við hafa samband við þá sérstaklega sem við vitum að muni þurfa leiðsögn.

Í tengslum við þessa breytingu verður sett upp einfaldara viðmót fyrir viðskiptavini á mínum síðum Vodafone sem eykur einnig öryggi. Þar verður mögulegt að skrá kortanúmer, setja reikninga í boðgreiðslur, greiða reikninga og skrá frelsisnúmer í sjálfvirka áfyllingu.

Við hvetjum viðskiptavini til að hafa samband við okkur á netspjalli Vodafone, í síma 1414 eða í gegnum netfangið vodafone@vodafone.is ef einhverjar spurningar vakna.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.