Vodafone

Vinningshafi í Jóladagatali KSÍ dreginn út

 

Í desember síðastliðin stóð KSÍ í samstarfi við Vodafone útgáfu á glæsilegu jóladagatali íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Jóladagatalið, sem er hugmynd Berglindar Ingvarsdóttur og Þorbjargar Helgu Ólafsdóttur, sló rækilega í gegn og var eitt vinsælasta jóladagatal síðustu ára. Jóladagatalið var innihélt 24 númeruð umslög með 48 fótboltaspjöldum af okkar allra bestu knattspyrnukonum.

Á hverjum degi opnaðir þú eitt umslag sem innihélt tvö spjöld. Þú gast fengið nokkrar útgáfur af spjöldum eins og spjald með okkar fremstu landsliðskonum eins og Sara Björk eða Glódís Perla, ungum og upprennandi landsliðskonum líkt og Amanda og Sveindís Jane eða fyrrverandi landsliðskonum sem höfðu spilað yfir 100 landsleiki eins og Margrét Lára eða Edda Garðars.

 

Þau sem eignuðust dagatalið, áttu möguleika á því að taka þátt í leiknum „Byrjunarliðið“ þar sem þú settir þig í spor íslenska landsliðsþjálfarans og valdir byrjunarlið Íslands. Sigurvegari leiksins var dreginn út á dögunum og var það engin önnur en Ísold Hallfríður Þórisdóttir sem var svo heppin að sigra leikinn, hugsanlega framtíðar knattspyrnukona og þjálfari á ferð!

Það var hún Elísa Viðarsdóttir sem afhenti Ísold verðlaunin en eins og landsmenn vita, þá spilar Elísa knattspyrnu með Val sem og Ísold. Ekki nóg með það, þá hafði Elísa þjálfað Ísold á sínum tíma!

Við óskum Ísold til hamingju með sigurinn og þökkum öllum sem tóku þátt í leiknum.

Áfram Ísland,

Vodafone & KSÍ

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.