Verslun í Smáralind lokað tímabundið

 

Heilsa og velferð okkar viðskiptavina og starfsfólks er okkur mjög hugleikin

Því höfum við í ljósi aðstæðna ákveðið að loka verslun okkar í Smáralind tímabundið á meðan þessi mikla bylgja fer yfir. Með þessu móti getum við varið framlínuna okkar eins vel og kostur er á. Verslanir okkar á Suðurlandsbraut og á Akureyri munu vera opnar áfram og bjóðum við ykkur velkomin þangað. Í þeim verslunum er vítt til veggja sem gerir okkur kleift að tryggja fjarlægðatakmarkanir og virða almennar sóttvarnir með góðu móti.

Við viljum hvetja þig til að kynna þér afgreiðslutíma verslana okkar.

Við bjóðum ykkur velkomin til okkar á Suðurlandsbrautina og bendum á að vörurnar okkar eru einnig fáanlegar i vefverslun Vodafone.

Oft er hægt að leysa málin hratt og örugglega í gegnum netspjallið hér í hægra horni, með símtali í 1414 eða tölvupósti á vodafone@vodafone.is og hvetjum við þig til að nýta þær leiðir ef kostur er á.

Við viljum þakka okkar viðskiptavinum fyrir skilninginn og góða samvinnu á þessum sérstöku tímum.
Starfsfólk Vodafone