Vodafone

Log4j veikleiki – Unnið í samræmi við áætlanir

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var opinberaður alvarlegur veikleiki í Log4j kóðasafninu þann 9. desember. Log4j kóðasafnið er í víðtækri notkun í hug- og tækjabúnaði og notað til að halda utan um sögu yfir ýmsa atburði sem hafa átt sér stað í kerfum og eða hugbúnaði.

Vodafone hefur frá því veikleikinn kom fram unnið í samræmi við áætlanir við uppfærslur og greiningu á vandamálinu bæði í samstarfi við CERT-ÍS netöryggissveit Fjarskiptastofu og sérhæfð öryggisfyrirtæki.

Má þar nefna:

  • Við erum í stöðugu sambandi við okkar birgja varðandi uppfærslur á búnaði sem við notum til að veita þjónustu.
  • Við nýtum okkur ýmsar öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir tilraunir til að nýta veikleikann og þannig trufla þjónustu til viðskiptavina.

Það er mikilvægt að taka fram að þessi veikleiki er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur vandamál um allan heim. Hann beinist fyrst og fremst að rekstri net- og tölvukerfa.

Þannig þarf almenningur ekki að óttast hann sérstaklega þegar kemur að heimilistölvunni eða farsímum. Það er þó alltaf góð vinnuregla að uppfæra vírusvarnir og annan hugbúnað um leið og uppfærslur eru kynntar.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir í dag eru kerfi Vodafone ekki viðkvæm fyrir veikleikanum en ljóst að þetta er veikleiki af þeim skala að sérfræðingar félagsins munu vinna áfram að greiningu og eftirfylgni málsins og verður fréttin uppfærð eftir því sem mál þróast.

Ef þú færð ekki svar við spurningunum þínum hér getur þú haft samband við 1414 eða á netfangið firma@vodafone.is.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.