Vodafone

iPhone 13: Allt sem þú þarft að vita

  

Apple lyfti hulunni af nýja iPhone 13 á dögunum. Ný hönnun, betri myndavél og skjár er það sem stendur upp úr kynningu Apple, ásamt nýjum litum og betri rafhlöðuendingu. Ef þú vilt fá fyrstu fréttir af nýju Apple vörunum og hvenær þær koma í sölu hjá okkur, skráðu þig hér.

Apple kynnti alls fjóra nýja iPhone 13. Það er iPhone 13 mini sem er sá minnsti, iPhone 13, iPhone 13 Pro og svo hinn stærsti, iPhone 13 Pro Max. Símarnir hafa allir fengið uppfærslu og nýjungar kynntar til leiks. Myndavélarnar á öllum símunum hafa verið uppfærðar og hafa aldrei verið eins öflugar. Cinematic mode gefur nýja möguleika í myndbands upptöku og með stillingunni færist fókusinn eftir því hvað er í ramma. Símarnir styðja allir við leiftursnögga 5G tækni, næstu kynslóð farsímaneta sem gefur kost á margfalt hraðari gagnaflutning en fyrri farsímanet. Við höfum nú þegar hafið uppbyggingu 5G kerfis á Íslandi, sem þýðir að þú munt fljótt geta upplifað mikla aukningu á hraða og flutningsgetu í öruggu farsímakerfi. Apple hefur einnig gefið það út að iPhone 13 línan mun ekki innihalda plastumbúðir og munu símarnir að hluta til vera úr endurunnum efnum.

iPhone 13 og 13 mini

Ef við skoðum símana aðeins nánar frá þeim minnstu til þeirra stærstu, þá er ótrúlegt hvað er búið að koma fyrir í minnstu símunum, iPhone 13 og 13 mini. Þeir passa vel í rassvasann og eru þægilegir í notkun fyrir smáar hendur. Í símunum er að finna glænýjan og öflugan A15 bionic örgjörva, sem tryggir allt að 50% meiri hraða og Super Retina XDR skjá sem býður upp á meiri skerpu og myndgæði, sem nýtist vel við tölvuleikjaspilun og þegar horft er á aðra afþreyingu. Myndavélarnar í iPhone 13 og iPhone 13 mini hafa verið uppfærðar og gera þér fært að fanga ótrúlega skýrar myndir jafnvel í slökum birtuskilyrðum. Þar ber helst að nefna nýja víðlinsu myndavél sem bíður upp á allskonar nýja möguleika í ljósmyndun.

iPhone 13 Pro og 13 Pro Max

Þegar að kemur að stærri símunum, iPhone 13 Pro og iPhone 13 Pro Max, þá hefur Apple tilkynnt byltingarkenndar breytingar. Áhugaljósmyndarar geta heldur betur spennt beltin, þar sem Apple hefur tilkynnt að nýja þrí-linsu myndavélin sé stærsta breyting í sögu iPhone. Síminn er með þrjár linsur, aðdráttarlinsu, víðlinsu og ofur víðlinsu. Gleiðlinsan mun ná allt að 2.2x meiri ljósbirtu almennt en einnig mun verða auðveldara að ná frábærum myndgæðum í slæmum birtuskilyrðum, þar sem gleiðlinsan á iPhone 13 Pro og Pro Max mun framkalla allt að 92% meira ljós. Nýja hristivörnin mun einnig tryggja skarpar og óhreyfðar myndir. Nýi Phone 13 Pro og Pro Max inniheldur líka öfluga A15 bionic örgjörvann, líkt og minni símarnir sem tryggir að hugbúnaður og öpp munu virka hraðar en nokkru sinnum fyrr og mun rafhlaðan endast enn lengur.

Það kemur ekki að óvart að hönnun og útlit iPhone 13 línurnar er einkar glæsilegt. Hins vegar eru engar stórfenglegar breytingar á símunum milli ára. Nýir litir eru kynntir til leiks og ættu allir að finna einhvern við sitt hæfi. iPhone 13 og 13 mini koma í rauðu, hvítu, svörtu, miðnætur bláu og rósableiku en iPhone 13 Pro og Pro Max koma í dökk gráu, silfruðu, gylltu og nýjum lit- fjallagarðs bláum.

Við bíðum spennt eftir nýju iPhone 13 línunni og hvetjum áhugasama til að skrá sig á póstlistann okkar til að fá fyrstu fréttir af Apple vörum hjá okkur.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.