Tilfærsla á aðalloftnetssendi sjónvarpsútsendinga Vodafone og RÚV

Sigurbjörn EiríkssonSigurbjörn Eiríksson
24.08.2021

 width=

Aðalloftnetssendir sjónvarpsútsendinga Vodafone var þann 23. ágúst færður frá Vatnsenda yfir á Úlfarsfell. Þar með er 90 ára sögu dreifingu útvarps og sjónvarps á Vatnsenda lokið og Úlfarsfell orðið aðaldreifisvæði sem tryggir útvarps- og sjónvarpsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Þessi tilfærsla var gerð til þess að bæta þjónustusvæði loftnetsmyndlykla á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi.

Þessi breyting gæti hafa haft áhrif á dreifikerfi bæði Vodafone og RÚV í lofti. Því bendum við þeim sem eru með loftnet sem áður beindist að Vatnsenda að snúa því að nýjum sendastað á Úlfarsfelli finni þeir fyrir minni gæðum. Ekki er þörf á að breyta stillingum á myndlykli eða sjónvarpi vegna þessa.

Ef þú hefur áhuga á að skipta út loftnetsmyndlyklinum þínum fyrir nettengda sjónvarpsþjónustu bendum við þér á Samsung myndlykilinn en með honum tryggjum við þér bestu mögulegu gæði og upplifun. Samsung myndlykilinn veitir þér aðgang að Leigunni, tímavélinni, Frelsinu og fleiri sjónvarpsstöðvum ásamt mun hraðara viðmóti og betri notendaupplifun.

Óskir þú eftir frekari aðstoð bendum við þér á að hafa samband í gegnum netspjall eða í síma 1414. Við kappkostum að svara öllum fyrirspurnum hratt og örugglega.