Jarðhræringar á Reykjanesi

Sigurbjörn EiríkssonSigurbjörn Eiríksson
16.03.2021

Vodafone fylgist vel með þróun mála vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Sú jarðskjálftahrina sem gengið hefur yfir Reykjanesið hefur ekki haft áhrif á fjarskiptakerfi okkar á svæðinu.

Unnið er eftir viðbragðsáætlun og er nú skilgreint óvissustig eins og stendur. Núverandi atburðir hafa ekki haft áhrif á fjarskiptakerfi okkar en atburðarásin getur haft áhrif ef hún þróast frekar. Sviðsmyndir vegna mögulegs hraunflæðis eru stöðugt í skoðun og viðbragð metið eftir hverri spá.

Vodafone er með stofnleiðir inn á Reykjanesið, þrítengdar með ljósleiðurum. Ein leið er frá Þorlákshöfn og tvær aðskildar leiðir eru frá Reykjavík. Færanlegar farsíma- og rafstöðvar eru til staðar. Við munum bregðast við eins og aðstæður leyfa, hverju sinni, í samráði við Almannavarnir ef til eldgoss og hraunrennslis kemur sem gæti ógnað fjarskiptaöryggi á Reykjanesi.

Við munum halda viðskiptavinum okkar vel upplýstum ef þróun verður á málum og sjá til þess fyrst og fremst að tryggja áfram örugg fjarskipti.

*Uppfært 20. mars kl. 13:00. Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall í gærkvöldi. Gosið er talið lítið og er bundið við Geldingadali, afmarkaðan bolla í Fagradalsfjalli. Engin hætta er talin stafa að byggð, mannvirkjum né fjarskiptainnviðum að svo stöddu.